22. fundur 03. nóvember 2025 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Arnar Kristjánsson (AK)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Nanna Vilborg Harðardóttir (NVH) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafi hjá Alta vann fundarpunkta sem fundargerð byggir á
Dagskrá
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, er í fjarfundi, Halldóra Hreggviðsdóttir og Herborg Árnadóttir, skipulagsráðgjafar, Alta, voru einnig í fjarfundi. Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála, sat fundinn að hluta.

Fundurinn er vinnufundur til að fara yfir drög að vinnslutillögu að Deiliskipulagi Grundarfjarðarhafnar.

1.Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar

Málsnúmer 2508010Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að vinnslutillögu deiliskipulags Grundarfjarðarhafnar, greinargerð og uppdráttur, dags. 30. október 2025.

Farið var yfir drög að deiliskipulagi á vinnslustigi til rýni.
Góðar umræður voru á fundinum.

Hafnarstjórn var almennt sátt við drögin en bað um eftirfarandi breytingar:

- Að sleppa landfyllingu austan við Suðurgarð. Sú stækkun kallaði á meiri skoðun og mögulega samþættingu við enn frekari stækkun til framtíðar. Verði landfyllingin stækkuð geti lóðin austan við Suðurgarð verið til trafala.
- Skoða þurfi vel samþættingu við aðliggjandi lóðir við Grundargötu.
- Sameina skuli 4 lóðir við Miðgarð og nýja hafnarbakkann í tvær.
- Taka skuli bílastæði við Norðurgarð.

Auk þess var farið yfir örfá atriði til viðbótar sem Alta mun lagfæra.

Niðurstaða fundar:

- Hafnarstjórn samþykkir að senda Deiliskipulag Grundarfjarðarhafnar með framangreindum lagfæringum til skipulags- og umhverfisnefndar og leggur til að nefndin taki það til kynningar á vinnslustigi skv. 40. gr. skipulagslaga, á fund nefndarinnar 10. nóvember. Í framhaldi verði vinnslutillagan lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar til auglýsingar.
- Haldnir verði tveir samráðsfundir 17. nóvember um vinnslutillöguna. Sá fyrri með fulltrúum úr atvinnulífinu og sá síðari með íbúum.
- Ráðgjafar taka saman hagaðilagreiningu vegna samráðsfundanna í samstarfi við hafnarstjórn, bæjarstjóra, skipulagsfulltrúa, verkefnisstjóra skipulags- og umhverfismála og forstöðumann menningar- og markaðsmála.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi, Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00
  • Herborg Árnadóttir, ráðgjafi, Alta, í fjarfundi - mæting: 15:00
Fundargerð er byggð á minnispunktum sem Halldóra Hreggviðsdóttir tók saman á fundinum og fundarmenn samþykktu í kjölfar fundar.

Fundi slitið - kl. 16:00.