Landeigandi Hamra spyrst fyrir um það hvort það rúmist innan almennra heimilda í aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar að breyta núverandi húsum í gistirými. Hann hefur látið útbúa kynningargögn með hugmyndum að breytingum og vonast til að geta hafið framkvæmdir við breytingu húsa sem þegar eru til staðar.
Taka þarf afstöðu til þess hvort þær framkvæmdir/breytingar sem kynntar eru rúmist innan almennra heimilda í aðalskipulagi og jafnframt hvort óska eigi eftir gerð deiliskipulags eða grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við landeiganda/framkvæmdaraðila um umfang fyrirhugaðrar starfsemi og leiðbeina honum um næstu skref. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa umboð til að setja málið í þann farveg sem við á, byggt á niðurstöðum úr samtali við eiganda/framkvæmdaraðila.