463. fundur 17. desember 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1.1 Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.1.2 Staðgreiðsluskil

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar staðgreiðsluyfirlit jan.-nóv. 2014.
Greidd staðgreiðsla tímabilsins er 5,7% hærri en árið áður.

3.1.3 Rekstraryfirlit jan.-nóv.2014.

Málsnúmer 1501027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit A og B hluta.
Rekstur er að mestu leyti í samræmi við áætlun.

4.2.1 Yfirlitsblað, styrkir.

Málsnúmer 1501012Vakta málsnúmer

Farið yfir endanlegt styrkjablað til einstaklinga og félagasamtaka sem samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2015. Smávægilegar leiðréttingar höfðu verið gerðar á skjalinu.

Bæjaráð samþykkir fyrirliggjandi sundurliðun styrkja.

5.3.1 Fundur með Logos vegna Orkuveitu Reykjavíkur.

Málsnúmer 1501013Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir fundi sem bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar áttu með fulltrúa lögfræðistofunnar Juris varðandi málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Bæjarráð telur mikilvægt að málefni OR gagnvart Grundarfjarðarbæ skýrist hið fyrsta.

6.3.2 Landshlutastarf um atvinnumál

Málsnúmer 1501014Vakta málsnúmer

Rætt um vinnu landshlutasamtaka í samstarfi við stjórnvöld varðandi uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni, meðal annars í gegnum svokallaðar sóknaráætlanir.

Lögð fram svofelld bókun:
"Bæjarráð Grundarfjarðar hvetur ríkistjórnina til þess að vinna að krafti í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Mikilvægt er að vinna þessi verði unnin í góðri samvinnu við sveitarfélög og viðkomandi landshlutasamtök. Traustur grunnur atvinnulífs er aðgangsmiðinn að öflugri byggðaþróun."

Samþykkt samhljóða.

7.3.3 FSN, bréf til formanns skólanefndar frá 12.des. sl.

Málsnúmer 1501015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað formanns skólanefndar skólans, varðandi málefni FSN.

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum með þróun mála fáist ekki leiðréttingar á niðurskurði nemendaígilda við skólann. Í fjárlögum er miðað við að þau verði skorin niður úr 185 í 151 nemendaígildi, sem er 18,4% fækkun.

8.4. Gatnagerðagjald vegna sumarhúss, sbr.dags 11.des. sl.

Málsnúmer 1501016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi byggingarfulltrúa varðandi álagningu gatnagerðargjalda og byggingarleyfisgjalda á sumarhús í dreifbýli Grundarfjarðar.
Miðað við gildandi gjaldskrár telur bæjaráð rétt að fara að tillögu byggingafulltrúa í þessum efnum um að einungis verði lagt á sérstakt afgreiðslugjald og byggingarleyfisgjald skv. d-lið 2. gr. gildandi gjaldskrár.

Samþykkt samhljóða

9.5.1 Bréf leikskólastjóra frá 18. nóv. sl.

Málsnúmer 1501023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf leikskólastjóra frá 18. nóv. sl. varðandi sumarlokun leikskólans og orlof starfsmanna.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í skólanefnd og mælist til þess að sumarlokun skólans verði fimm vikur og að sumarleyfistími verði breytilegur. Jafnframt verði leitast við að starfsmenn hafi lokið sumarleyfi sínu fyrir 1. september ár hvert.

Samþykkt samhljóða.

10.6. Líkamsræktarstöð, framlenging leigusamnings.

Málsnúmer 1501018Vakta málsnúmer

RG vék af fundi undir þessum lið.

Lagðir fram og kynntir samningar vegna líkamsræktarstöðvar í húsnæði sveitarfélagsins að Borgarbraut 19. Samningurinn er milli Grundarfjarðarbæjar annars vegar og Ásgeirs Ragnarssonar og Þóreyjar Jónsdóttur hins vegar.

Bæjarráð Grundarfjarðar samþykkir samhljóða að gerður verði nýr samningur til fimm ára.

Bæjarstjóra falið að ganga frá málinu.

RG tók aftur sæti á fundinum.

11.7.1 Íbúaþróun.

12.7.2 Sorpurðun Vesturlands fundur nr. 79.

13.7.3 Umhverfisvottun Snæfellsness.

14.7.4 Leigusamningur vegna Grundargötu 30.

15.7.5 Starfsleyfi fyrir íþróttamannvirki í Grundarfirði ásamt greinargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

16.7.6 Fundur framkvæmdaráðs Snæfellsness 2.des. sl.

Fundi slitið - kl. 18:30.