524. fundur 24. janúar 2019 kl. 16:30 - 20:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Hildur Sæmundsdóttir, Patricia Laugesen og Anna Júlía Skúladóttir, f.h. Fellaskjóls sátu fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fellaskjól, viðbygging

Málsnúmer 1606025Vakta málsnúmer



Hildur Sæmundsdóttir, Patricia Laugesen og Anna Júlía Skúladóttir, f.h. Fellaskjóls sátu fundinn undir þessum lið. Í upphafi var þeim þakkað fyrir vel unnin störf við rekstur heimilisins.

Umræður um framkvæmdir við stækkun dvalarheimilisins og fjármögnun þeirra. Stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls og Grundarfjarðarbær munu skoða betur möguleika á auknu framlagi til framkvæmdanna frá ríkinu.

Fellaskjól hefur sótt um heimildir fyrir þremur nýjum hjúkrunarrýmum til heilbrigðisyfirvalda, en verið hafnað. Þörfin er mikil þar sem átta manns eru á biðlista fyrir hjúkrunarrými.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þessari stöðu og augljósum skorti á viðbótarhjúkrunarrýmum. Með hækkandi aldri bæjarbúa hefur skapast aukin þörf á slíkum úrræðum.

Rætt um fjárframlag bæjarins til Fellaskjóls, en Grundarfjarðarbær mun veita styrk til heimilisins sem nemur afborgunum húsnæðislána vegna viðbyggingarinnar. Auk þess liggur fyrir samþykkt um fjárstyrk vegna byggingaleyfisgjalda nýbyggingarinnar.

Bæjarráð leggur til að veittur sé styrkur til Fellaskjóls vegna gatnagerðargjalda nýbyggingarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóra falið að endurskoða samning við Fellaskjól um matarsendingar til eldri borgara, í samráði við forstöðumann heimilisins.

Samþykkt samhljóða.

2.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

3.Greitt útsvar 2018

Málsnúmer 1804051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2018. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 10,4% milli áranna 2017 og 2018.

4.Launaáætlun vs. raunlaun 2018

Málsnúmer 1807012Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samþykkta launaáætlun 2018, raunlaun ársins og mismun áætlunar og raunlauna niður á deildir. Launagreiðslur ársins voru 3,2 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

5.Lögmenn Laugavegi 3 ehf. - Starfsmannamál

Málsnúmer 1901005Vakta málsnúmer

Launakrafa fv. skipulags- og byggingafulltrúa, krafa um lausnarlaun í kjölfar starfsloka.

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.SSV - Velferðarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1901008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 3. janúar sl. ásamt drögum að velferðarstefnu Vesturlands. Óskað er umsagnar um velferðarstefnuna fyrir 15. febrúar nk.

Bæjarráð fagnar því að unnin sé velferðarstefna fyrir Vesturland sameiginlega. Umræður urðu um stefnudrögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að birta stefnudrögin á vefsíðu bæjarins og gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Afgreiðslu vísað til febrúarfundar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7.Persónuvernd - Ársskýrsla 2017

Málsnúmer 1812020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2017.

8.Samband íslenskra sveitafélaga - Breyting á kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og SNS

Málsnúmer 1901009Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Samninganefndar sveitarfélaga.

9.Útilegukortið ehf. - Samningur 17.12.2018

Málsnúmer 1901010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Útilegukortið ehf.

10.Uppbyggingasjóður EES

Málsnúmer 1901036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynnningar fundarboð Uppbyggingarsjóðs EES sem haldinn verður 25. janúar nk.

11.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Bréf 21.01.2019

Málsnúmer 1804002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 21. janúar sl. varðandi áður sent svarbréf bæjarins um fjárhagsáætlun ársins 2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:48.