Málsnúmer 1606025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 486. fundur - 30.06.2016

Lagt fram erindi stjórnar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. júní sl. Í erindinu er tilkynnt að viðbótarumsókn um fjárveitingu frá Framkvæmdasjóði aldraðra til viðbyggingar við heimilið hafi verið samþykkt.

Jafnframt óskar stjórnin eftir að Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri, taki sæti í þeirri bygginganefnd sem sett verður á laggirnar.

Bæjarráð fagnar því að umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið samþykkt og að bæjarstjóri taki sæti í umræddri bygginganefnd.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 524. fundur - 24.01.2019Hildur Sæmundsdóttir, Patricia Laugesen og Anna Júlía Skúladóttir, f.h. Fellaskjóls sátu fundinn undir þessum lið. Í upphafi var þeim þakkað fyrir vel unnin störf við rekstur heimilisins.

Umræður um framkvæmdir við stækkun dvalarheimilisins og fjármögnun þeirra. Stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls og Grundarfjarðarbær munu skoða betur möguleika á auknu framlagi til framkvæmdanna frá ríkinu.

Fellaskjól hefur sótt um heimildir fyrir þremur nýjum hjúkrunarrýmum til heilbrigðisyfirvalda, en verið hafnað. Þörfin er mikil þar sem átta manns eru á biðlista fyrir hjúkrunarrými.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þessari stöðu og augljósum skorti á viðbótarhjúkrunarrýmum. Með hækkandi aldri bæjarbúa hefur skapast aukin þörf á slíkum úrræðum.

Rætt um fjárframlag bæjarins til Fellaskjóls, en Grundarfjarðarbær mun veita styrk til heimilisins sem nemur afborgunum húsnæðislána vegna viðbyggingarinnar. Auk þess liggur fyrir samþykkt um fjárstyrk vegna byggingaleyfisgjalda nýbyggingarinnar.

Bæjarráð leggur til að veittur sé styrkur til Fellaskjóls vegna gatnagerðargjalda nýbyggingarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóra falið að endurskoða samning við Fellaskjól um matarsendingar til eldri borgara, í samráði við forstöðumann heimilisins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

Lögð fram til kynningar samantekt bæjarstjóra um opinber framlög til viðbyggingar Fellaskjóls úr gögnum frá formanni stjórnar Dvalarheimilisins Fellaskjóls.

Til máls tóku JÓK og BÁ.