615. fundur 01. desember 2023 kl. 14:00 - 16:11 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG) formaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
    Aðalmaður: Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2023

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2309033Vakta málsnúmer

Gjaldskrá vegna sorpgjalda tekin til afgreiðslu.
Farið yfir drög að gjaldskrá vegna sorpgjalda.

Drög að gjaldskrá samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

3.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2309002Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð fjárfestingaáætlun 2024 og rekstraráætlun 2024, sem sýnir breytingar á rekstri frá fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Uppfærð fjárfestingaáætlun samþykkt samhljóða.

4.Gunnar Kristjánsson - Erindi v. fjárhagsáætlunar 2024, hlaupabrautir

Málsnúmer 2311024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Gunnari Kristjánssyni vegna ástands hlaupabrauta við íþróttavöll. Jafnframt lögð fram gróf kostnaðaráætlun vegna endurbóta á hlaupabrautum.

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir með bréfritara um ástand hlaupabrauta.

Farið yfir kostnaðartölur sem Ólafur hefur aflað að beiðni bæjarstjóra vegna endurbóta á hlaupabrautum. Tölurnar sýna kostnað við að leggja varanlegt efni á hlaupabrautir.

Rætt um leiðir til lagfæringa á hlaupabrautum.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falið að afla upplýsinga um kostnað við einfaldar jarðvegslagfæringar á hlaupabrautum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 15:20

5.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Sjávarútvegsfundur 2023

Málsnúmer 2311032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá Sjávarútvegsfundar 2023 sem haldinn verður á vegum Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 8. desember nk.

6.Mennta- og barnamálaráðuneytið - Úthlutun til sveitarfélaga v. reynsluverkefnis til stuðnings barna á flótta

Málsnúmer 2311028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember sl., um styrk sem Grundarfjarðarbær hefur hlotið vegna reynsluverkefnis um stuðning barna á flótta.

7.Umhverfisvottun Snæfellsness - Fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Snæf.

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Snæfellinga vegna EarthCheck umhverfisvottunar; fundargerð frá 9. nóvember sl. og fundargerð frá 20. nóvember sl.

8.Björgunarsveitin Klakkur, leyfi til flugeldasölu 2023-2024

Málsnúmer 2311008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar beiðni stjórnar Björgunarsveitarinnar Klakks um leyfi lóðareiganda vegna flugeldasölu í húsnæði sveitarinnar um áramótin 2023-2024 ásamt svarbréfi umhverfis- og skipulagssviðs við erindinu, þar sem fram kemur að leyfið hafi verið veitt.

9.Samtök ferðaþjónustunnar - Upptökur frá afmælisráðstefnu SAF - Samtaka í 25 ár!

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) dags. 27. nóvember sl., með hlekk á upptökur frá afmælisráðstefnu SAF.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - Upplýsingar til sveitarfélaga frá fræðsluyfirvöldum í Grindavík

Málsnúmer 2311025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá fræðsluyfirvöldum Grindavíkurbæjar með upplýsingum til sveitarfélaga varðandi fræðslumál vegna neyðarstigs Almannavarna á Grindavíkursvæðinu. Einnig lögð fram eyðublöð til útfyllingar.

11.Þorgrímur Þráinsson - Eldhugarnir

Málsnúmer 2310025Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Þorgrími Þráinssyni, dags. 24. september sl., ásamt skjali með 30 hugmyndum sem gætu nýst til að bæta samfélög.

12.Alþingi - Til umsagnar 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 2311031Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar beiðni Velferðarnefndar Alþingis um umsögn við 402. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis; Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:11.