Málsnúmer 2309033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lögð fram samþykkt gjaldskrá vegna ársins 2023.Umræða um þörf fyrir gjaldskrárhækkanir í samhengi við kostnaðarhækkanir ársins 2022 og 2023 og áætlaða breytingu árið 2024.

Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 613. fundur - 26.10.2023

Lagt fram yfirlit yfir mögulega breytingu á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði á gjaldskrám annarra sveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hversu stóran hlut af heildarrekstrarkostnaði notendur greiða fyrir þjónustu.

Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Nokkrar tillögur eru áfram til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Lagðar fram uppfærðar tillögur að þjónustugjaldskrám fyrir árið 2024 ásamt samanburði við önnur sveitarfélög. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólamat.

Farið yfir þjónustugjaldskrár, samanburð og yfirlit. Þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024 samþykktar og tillögum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 276. fundur - 23.11.2023

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2023 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga og yfirliti sem sýnir hlutfall kostnaðar foreldra við skólavist barna.Gjaldskrárbreytingar fyrir árið 2024 fela í sér að meðaltali 7,5% hækkun frá árinu 2023, en hækkunin hefur verið hófleg í mörg ár og undir raunbreytingum á vísitölu neysluverðs.Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2024, að undanskildum sorpgjöldum sem verða nánar rýnd í bæjarráði og síðan afgreidd við aðra umræðu um fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 615. fundur - 01.12.2023

Gjaldskrá vegna sorpgjalda tekin til afgreiðslu.
Farið yfir drög að gjaldskrá vegna sorpgjalda.

Drög að gjaldskrá samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

Bæjarstjórn - 277. fundur - 14.12.2023

Lögð fram tillaga að gjaldskrá vegna sorpgjalda og hreinsigjalds fráveitu.Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á gjaldskrám nokkurra sveitarfélaga um hreinsigjald fráveitu (rotþrær), en viðkomandi sveitarfélög leggja á árlegt hreinsigjald í dreifbýli, sem ætlað er að standa undir kostnaði við hreinsun rotþróa, sem sveitarfélögin sjá um, og fram fer á 3ja ára fresti.Lagt til að tekið verði upp það fyrirkomulag að sveitarfélagið sjái um að láta hreinsa reglulega rotþrær í dreifbýli og að lagt verði hreinsigjald á fasteignir í dreifbýli.

Tillögur að gjaldskrá vegna sorpgjalda og hreinsigjalds fráveitu samþykktar samhljóða.

Bæjarstjórn - 279. fundur - 11.01.2024

Lagðar fram tillögur að viðbótarbreytingum á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrá vegna sundlaugar.Einnig rætt um gjaldskrár um hunda- og kattahald, þar sem lagt er til að verðbótaþætti verði bætt inn.

Allir tóku til máls.

Framlagðar breytingartillögur samþykktar samhljóða.

Bæjarstjórn - 280. fundur - 08.02.2024

Lögð fram gjaldskrá fráveitu, sem bæjarstjórn samþykkti í desember sl.Gjaldskráin er lögð fram með tillögu um orðalagsbreytingar til frekari skýringar og með breyttum tilvísunum í lög vegna lagabreytinga.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu, sem felur í sér orðalagsbreytingar og lagfæringu á lagatilvísunum í gjaldskrá um fráveitu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 620. fundur - 26.04.2024

Lögð fram tillaga frá 39. fundi menningarnefndar, um viðbótarlið í gjaldskrá fyrir Sögumiðstöð, sbr. tölvupóst forstöðumanns bókasafns og menningarmála 26. apríl 2024.Nefndin leggur til að í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, verði bætt lið fyrir útleigu vegna sýningahalds á sýningarvegg í Sögumiðstöð: 10.000 kr. fyrir 2 vikur.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekinn verði nýr liður inn í Gjaldskrá fyrir afnot af aðstöðu í húsnæði Grundarfjarðarbæjar, vegna Grundargötu 35, og verði til að byrja með 10.000 kr. fyrir sýningahald í sal m.v. 2 vikur.

Bæjarráð - 621. fundur - 06.06.2024

Lagður fram samanburður á gjaldskrám leikskóla hjá ýmsum sveitarfélögum. Jafnframt lögð fram samantekt yfir mögulegar gjaldskrárbreytingar og kostnað vegna þeirra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá vegna leikskóla og heilsdagsskóla lækki í samræmi við vilyrði sem gefið var í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður, að því gefnu að kjarasamningar við opinbera aðila verði á svipuðum nótum og aðrir kjarasamningar sem samþykktir hafa verið á almennum markaði.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að stilla upp tillögu í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 287. fundur - 13.06.2024

Lagðar fram tillögur um gjaldskrárbreytingar á gjaldskrám leikskóla og heilsdagsskóla.

Lagt til að dvalargjöld í leikskóla og heilsdagsskóla lækki frá gjaldskrá ársins, þannig að hækkun gjaldskráa frá árinu 2023 verði 3,5%, en ekki 7,5% eins og ákveðið var við gerð fjárhagsáætlunar í lok síðasta árs. Gjaldskrárbreytingar taki gildi 1. ágúst nk.

Komi til breytts fyrirkomulags þjónustu í leik- eða heilsdagsskóla verður gjaldskrá endurskoðuð af bæjarráði.

Gjald fyrir sumarnámskeið barna og kofasmiðju hefur þegar verið auglýst. Verð frá síðasta ári haldast óbreytt í ár.

Samþykkt samhljóða.