477. fundur 03. nóvember 2015 kl. 16:30 - 19:53 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

1.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1509022Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2016 ásamt viðhalds- og fjárfestingaáætlun og yfirliti sem sýnir samanburð milli upphaflegrar áætlunar 2015, útkomuspár ársins 2015 og fjárhagsáætlunar 2016 eins og hún liggur fyrir á fundinum.

Fyrir fundinum lágu einnig tillögur um álagningu útsvars og fasteignagjalda.

Bæjarráð leggur til að álagning útsvars verði áfram sú sama, 14,52% eða hámarks leyfileg álagning.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um álagningu fasteignagjalda verði samþykktar.

Jafnframt lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2017-2019.

Að umfjöllun lokinni vísar bæjarráð fjárhagsáætlun 2016 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1510016Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 476. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar.

3.Styrkumsóknir 2016

Málsnúmer 1510015Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsóknir um styrki vegna ársins 2016, sem fjallað var um á 476. fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða að vísa yfirliti yfir styrkumsóknir til bæjarstjórnar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:53.