Farið yfir stöðu á þeim styrkjum sem fengust frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sl. vetur.
Styrkur fékkst til hönnunar á áningarstað við Kolgrafafjarðarbúna og hefur Ráðgjafarfyrirtækið Alta hafið vinnu við deiliskipulag á svæðinu.
Einnig fékkst styrkur til lagfæringar á göngustígum við Kirkjufellsfoss. Almenna umhverfisþjónustan mun á næstu vikum hefja lagfæringar á göngustígunum og umhverfi þeirra.
Ræddar voru hugmyndir að umsóknum um styrki fyrir næstu úthlutun frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en næst verður auglýst eftir styrkumsóknum í október nk.
Áframhaldandi vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.