485. fundur 15. júní 2016 kl. 12:00 - 13:03 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) varaformaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Forsetakosningar 2016, kjörskrá

Málsnúmer 1606011Vakta málsnúmer

Lagður fram kjörskrárstofn frá Þjóðskrá Íslands, vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Kjörskrárstofninn miðast við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag eða 4. júní 2016.

Bæjarráð samþykkir kjörskrána í samræmi við ákvæði 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hana og leggja fram í samræmi við ákvæði í 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.

Samþykkt samhljóða.

3.Kjörstjórn

Málsnúmer 1606017Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 14. júní sl., biðst Birgir Guðmundsson lausnar frá því að vera varamaður í kjörstjórn.

Tillaga kom fram um að Vignir Smári Maríasson verði kjörinn varamaður í hans stað.

Samþykkt samhljóða.

4.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir enn einum fundi fulltrúa bæjarstjórnar Grundarfjarðar með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur/Veitum ohf., sem haldinn var í Ráðhúsi Grundarfjarðar þriðjudaginn 14. júní 2016. Tilefni fundarins var fyrst og fremst að kalla eftir efndum Orkuveitunnar (OR) á samningi við Grundarfjarðarbæ frá 20. sept. 2005 um kaup OR á Vatnsveitu Grundarfjarðar, ásamt uppbyggingu og rekstri á hitaveitu í Grundarfirði.

Grundarfjarðarbær afhenti Vatnsveitu Grundarfjarðar til OR frá og með 1. janúar 2006. Á móti skuldbatt OR sig til að hitaveituvæða Grundarfjarðarbæ. Grundarfjarðarbær hefur að fullu staðið við sinn hluta samningsins, en ekkert bólar á hitaveitu ennþá.

Á fundinum, líkt og á fyrri fundum, virtist ekki vera vilji af hálfu OR til að vinna að úrlausn þess að hitaveituvæða Grundarfjörð eins og samningurinn kveður á um.

Á grundvelli þess að OR virðist ekki ætla að standa við samninginn frá 2005 sér bæjarráð, sem nú starfar í umboði bæjarstjórnar, ekki aðrar leiðir færar en að fela bæjarstjóra að leita réttar bæjarins með aðstoð lögmanns.

Samþykkt samhljóða.

5.FSN - Skólaakstur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga haustönn 2015

Málsnúmer 1606014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga frá 8. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri skólaaksturs vegna haustannar 2015. Rekstarhalli var á tímabilinu að fjárhæð 536.967 kr. Skólinn hyggst mæta þessum rekstrarhalla.

Samþykkt samhljóða.

6.Byggingafulltrúi, starf

Málsnúmer 1606016Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að starf skipulags- og byggingafulltrúa verði auglýst laust til umsóknar.

7.Samband ísl.sveitarfélaga - 840. fundur stjórnar sambandsins

Málsnúmer 1606015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 840. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 02.06.2016.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:03.