183. fundur 12. mars 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK) aðalmaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) aðalmaður
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) aðalmaður
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Aðalfundaboð SSV, bréf dags. 27.02.2015

2.Sorpurðun Vesturlands, bréf dags. 23.02.2015

3.148. fundur Félagsmálanefndar Snæfellinga

4.826. fundur stjórnar sambandsins

5.825. fundar stjórnar sambandsins

6.Samband ísl. sveitarfélaga. Tíðindi febrúar 2015

7.Björgunarsveitin Klakkur. Ársskýrsla og ársreikningur 2014

8.Boðun XXIX. landsþings sambandsins

9.Félagsleg heimaþjónusta, bréf dags. 24.02.2015

10.Bæjarráð - 466

11.Íbúðalánasjóður. Ölkelduvegur 3, leigusamningur

Málsnúmer 1503026Vakta málsnúmer

Farið yfir samskipti við Íbúðalánasjóð um útleigu/sölu á íbúðum í eigu sjóðsins í Grundarfirði. Jafnframt lagður fram leigusamningur við sjóðinn um íbúðina að Ölkelduvegi 3.
Lagt til að bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða.

12.Byggðarsafn. Tilnefning varafulltrúa í stjórn

Málsnúmer 1503025Vakta málsnúmer

Lagt til að varamaður Grundarfjarðarbæjar í stjórn Byggðasafns Snæfellsness og Hnappadalssýslu verði Jósef Ó. Kjartansson.
Aðalmaður er Sólrún Guðjónsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

13.Náttúrufræðistofa Vesturlands. Á fundinn mætir Theodóra Mattíasdóttir

Málsnúmer 1503024Vakta málsnúmer

Theodóra Matthíasdóttir, umhverfisfulltrúi Snæfellsness, sat fundinn undir þessum lið.
Hún fór yfir starf sitt sem umhverfisfulltrúi Snæfellsness.

14.Málefni Orkuveitu

Málsnúmer 1502008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjórnar Grundarfjarðar þar sem óskað er eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Fundur verður haldinn á næstunni. Jafnframt kynntar hugmyndir að úrlausn mála ásamt yfirliti yfir tekjur og gjöld vegna reksturs vatnsveitu og framkvæmda OR.
Til máls tóku: EG, HK, RG, ÞS og EBB.

15.Sóknaráætlun 2015-2019. Kynningarfundur í Grundarfirði 18. mars nk.

Málsnúmer 1503023Vakta málsnúmer

Kynningarfundur um sóknaráætlun 2015-2019 verður haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þann 18. mars nk.

16.Starfsstöð Sýslumannsins á Vesturlandi

Málsnúmer 1503030Vakta málsnúmer

Greint frá fundi sem forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar áttu með sýslumanni og fulltrúa hans, þar sem leitað var leiða til að bæta þjónustu embættisins í Grundarfirði. Sýslumaður mun skoða möguleika á bættri þjónustu.
Til máls tóku EG, JÓK og HK.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 153

18.Hafnarstjórn - 3

Málsnúmer 1502009FVakta málsnúmer

  • 18.2 1502009F Hafnarstjórn - 3
    Bæjarstjórn - 183

Fundi slitið - kl. 18:30.