Málsnúmer 1502008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 182. fundur - 12.02.2015

Gerð grein fyrir stöðu mála.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn óskar eftir að forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur komi á fund bæjarstjórnar í Grundarfirði. Bæjarstjóra falið að koma á fundi sem fyrst.

Bæjarstjórn - 183. fundur - 12.03.2015

Lagt fram bréf bæjarstjórnar Grundarfjarðar þar sem óskað er eftir fundi með Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Fundur verður haldinn á næstunni. Jafnframt kynntar hugmyndir að úrlausn mála ásamt yfirliti yfir tekjur og gjöld vegna reksturs vatnsveitu og framkvæmda OR.
Til máls tóku: EG, HK, RG, ÞS og EBB.

Bæjarráð - 467. fundur - 27.03.2015

Farið var yfir fund sem haldinn var með bæjarstjórn Grundarfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur fyrr í morgun, þar sem fyrirtækið var krafið svara um það hvernig það hygðist efna samning um hitaveituvæðingu í Grundarfirði. Fram kom á fundinum að ekki sé fyrir hendi vilji hjá Orkuveitu Reykjavíkur til að uppfylla gildandi samning um að hitaveituvæða Grundarfjörð.

Lögmaður bæjarins fór yfir málið og hvernig hann teldi heppilegast að standa að næstu skrefum í úrlausn málsins. Jafnframt svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar vinni að framgangi málsins með aðstoð lögmanns bæjarins, Andra Árnasyni.

Bæjarstjórn - 186. fundur - 12.05.2015

Kynnt minnisblað Juris þar sem fram koma hugmyndir um úrlausnir í hitaveitumálum sveitarfélagsins með aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að vinna áfram að málinu.