267. fundur 22. desember 2022 kl. 17:00 - 17:10 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Álagning útsvars 2023

Málsnúmer 2209023Vakta málsnúmer

Lagðir fram tölvupóstar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14., 16. og 19. desember sl. varðandi samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og samþykkt Alþingis þann 16. desember sl.

Skv. samkomulaginu verða gerðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þess efnis að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,52%, skal hækkað um 0,22%. Samhliða verður lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall á báðum skattþrepum. Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Bæjarstjórn samþykkir hækkun álagningar útsvars fyrir árið 2023 um 0,22%. Álagning útsvars yrði því 14,74%.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:10.