Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52% fyrir árið 2023.
Lagðir fram tölvupóstar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14., 16. og 19. desember sl. varðandi samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og samþykkt Alþingis þann 16. desember sl.
Skv. samkomulaginu verða gerðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þess efnis að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem nú er 14,52%, skal hækkað um 0,22%. Samhliða verður lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall á báðum skattþrepum. Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarstjórn samþykkir hækkun álagningar útsvars fyrir árið 2023 um 0,22%. Álagning útsvars yrði því 14,74%.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.
Samþykkt samhljóða.