278. fundur 20. desember 2023 kl. 12:00 - 12:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
Starfsmenn
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Álagning útsvars 2024

Málsnúmer 2309031Vakta málsnúmer

Lagðir fram tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. og 16. desember sl. varðandi samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið var samþykkt á Alþingi og undirritað 15. desember sl.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt samhljóða.

2.Matvælaráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Matvælaráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2023-2024, ásamt leiðbeiningum um sérreglur byggðakvóta.

Lagt til að fylgt verði framkvæmd síðustu ára og að ekki verði óskað eftir sérreglum um úthlutun byggðakvóta.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:15.