Málsnúmer 2309031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Ákvörðun um álagningarprósentu útsvars 2024.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,74%.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 275. fundur - 12.10.2023

Tillaga um álagningarprósentu útsvars 2024, sbr. tillögu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,74% fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 278. fundur - 20.12.2023

Lagðir fram tölvupóstar frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. og 16. desember sl. varðandi samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið var samþykkt á Alþingi og undirritað 15. desember sl.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.

Samþykkt samhljóða.