11. fundur 01. október 2020 kl. 14:00 - 15:05 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund.
Fundurinn er fjarfundur, haldinn skv. heimild í samþykkt bæjarráðs á 553. fundi þann 2. september sl. og lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

1.Skipulagsmál á hafnarsvæði

Málsnúmer 2009033Vakta málsnúmer

Umræða um þróun hafnarsvæðis, skipulagsmál og tengingu þess við miðbæ og Framnes.

Þann 16. september sl. fór hluti hafnarstjórnar og hafnarstjóri, ásamt skipulagsráðgjöfum, í vettvangsferð um hafnarsvæðið.

Nauðsynlegt er að huga að tengingum hafnarsvæðis við nærliggjandi svæði.
Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um að skoða gerð deiliskipulags fyrir hluta Framness, m.a. inná hafnarsvæðið, í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021 og umræðu um aðalskipulagsmál.

Með lengdum Norðurgarði og nýrri landfyllingu á austanverðu Framnesi, auk nýrra umferðartenginga á Framnesi, Bergþórugötu og væntanlegrar áframhaldandi tengingar norður hafnarsvæðið, skapast ný tækifæri á svæðinu. Stærri skip munu geta athafnað sig í Grundarfjarðarhöfn og landsvæði skapar nýja möguleika. Eitt af því sem einnig þarf að leysa, er umferð gangandi fólks á svæðinu, m.a. gesta skemmtiferðaskipa.

Gert er ráð fyrir að gönguleið frá Torfabót og meðfram Framnesinu, liggi áfram meðfram sjóvarnargarði yfir nýja landfyllingu og út eftir Norðurgarði, bak við byggingar sem staðsettar eru á Norðurgarði. Um er að ræða ca. 800 metra strandleið, sem býður einstaka upplifun, með útsýni til hafs og strandar, til Kirkjufellsins og yfir fjallgarðinn allt í kring.

Rætt var um þær áskoranir sem huga þarf að í skipulagsmálum á svæðinu til framtíðar. Ennfremur lagðar línur um sameiginlegan skilning á verkefnislýsingu, sem send verður í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, og nær að hluta til inná hafnarsvæðið. Skipulagsráðgjafar eru bæ og höfn til aðstoðar við skilgreiningu þess verkefnis.


Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta
Fundargerð samþykkt eftir á, með rafrænu samþykki fundarfólks.

Fundi slitið - kl. 15:05.