6. fundur 13. júlí 2015 kl. 11:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Framnes/Hafnarsvæði

Málsnúmer 1305009GRUVakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 1. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um lýsingu vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, hafnarsvæði. Bæjarstjórn Grundafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. júní sl. að endurauglýsa lýsinguna skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015. Að öðru leyti vísar hafnarstjórn til samþykktar sinnar frá 6.janúar 2014.

Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkv.

2.Seatrade skemmtiferðaskipasýning í Hamborg 2015

Málsnúmer 1507019Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Cruise Iceland, þar sem boðin er þátttaka í Seatrade skemmtiferðasýningu sem haldin verður í Hamborg dagana 9.- 11. september nk.
Samþykkt að fulltrúi hafnarinnar mæti á ráðstefnuna.

Fundi slitið - kl. 12:00.