Málsnúmer 1305009GRU

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 157. fundur - 10.06.2015

Drög að aðalskipulagsuppdrætti er lagður fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að ”lýsing“ verði auglýst að nýju samkvæmt 1.mgr. 30.gr. í skipulagsreglugerð nr.123/2010, og kynningarfundur á tillögu verði haldinn samkvæmt 2.mgr. 30.gr. í skipulagsreglugerð nr. 123/2010 í framhaldi.

Hafnarstjórn - 5. fundur - 29.06.2015

Lögð fram lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, Hafnarsvæði.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 18. júní sl. að lýsing skipulagsins verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 30. gr. í skipulagslaga nr. 123/2010 og að kynningarfundur á tillögu verði haldinn skv. 2. mgr. 30. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagið verði sent að nýju í auglýsingu.

Hafnarstjórn - 6. fundur - 13.07.2015

Lagt fram bréf Skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 1. júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um lýsingu vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðar 2003-2015, hafnarsvæði. Bæjarstjórn Grundafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 18. júní sl. að endurauglýsa lýsinguna skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015. Að öðru leyti vísar hafnarstjórn til samþykktar sinnar frá 6.janúar 2014.

Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkv.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 159. fundur - 12.08.2015

Lýsing aðalskipulagsbreytinga vegna Framnes/Hafnarsvæðis var endurauglýst frá 1. júlí 2015 til 15. júlí 2015. Tvö athugasemdabréf bárust. Óskað var eftir umsögnum frá Skipulagsstofnun, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Grundarfjarðarhöfn og Minjastofnun Íslands. Umsagnir hafa borist frá öllum nema Samgöngustofu. Lagður er fram uppdráttur af aðalskipulagsbreytingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og leggur til að óskað eftir eftir fundi með Skipulagsstofnun um framhald málsins.