93. fundur 11. nóvember 2019 kl. 20:00 - 22:47 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð nefndarfólk og gesti velkomna á fundinn. Gengið var til dagskrár.

1.Tilnefningar til íþróttamanns ársins 2019

Málsnúmer 1911001Vakta málsnúmer

Fram voru lagðar sex tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2019 frá íþróttafélögum og frá deildum UMFG. Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.

Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 1. des. nk.

Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

Nefndin ræddi um reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar, frá 29. okt. 2014.
Nefndin telur kominn tíma til að yfirfara reglurnar og mun gera það á nýju ári og setja fram tillögu um breytingar ef ástæða þykir til.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson f.h. stjórnar UMFG
  • Jón Pétur Pétursson f.h. Skotgrundar, Skotfélags Snæfellsness
  • Halldóra Hjörleifsdóttir f.h. stjórnar UMFG
  • Signý Gunnarsdóttir varamaður í nefndinni
  • Kristján Magni Oddsson f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar
  • Kristín Pétursdóttir f.h. Golfklúbbsins Vestarrs

2.Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur

Málsnúmer 1908016Vakta málsnúmer

Nefndin vinnur að tillögu til bæjarstjórnar um hvernig megi byggja upp áhugavert útivistarsvæði í Þríhyrningi.

Nefndin stillti upp og gekk frá minnisblaði nr. 2 til bæjarráðs, þar sem sett er fram tillaga um næstu skref og fyrsta áfanga verkframkvæmda sem nefndin óskar eftir að fari fram 2020. Minnisblaðið verði kynnt bæjarráði vegna fjárhagsáætlunargerðar 2020.

Fleira ekki gert. Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:47.