Undir þessum lið sátu eftirtaldir sem gestir:
Herborg Árnadóttir arkitekt frá Alta, í fjarfundi.
Þorsteinn Hjaltason fulltrúi grunnskólans, í fjarfundi, og Ingibjörg E. Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólans.
Signý Gunnarsdóttir fulltrúi Skógræktarfélagsins, í fjarfundi.
Sigríður G. Arnardóttir fulltrúi UMFG, í fjarfundi.
Sunna Njálsdóttir fulltrúi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, í fjarfundi.
Rætt var um hvaða þörfum Þríhyrningur ætti að þjóna, sem opið svæði. Stikkorð þeirrar umræðu voru: fræðsla, útivera, fjölskyldusamvera, hreyfing. Áherslur er að finna í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi, auk þess sem nefndin telur mikilvægt að hafa til hliðsjónar eldri hugmyndavinnu tengda Þríhyrningi.
Rætt var hvernig ætti að nálgast hugmyndavinnu og útfærslu á uppbyggingu til framtíðar. Nefndin mun móta það frekar, en samþykkti að bjóða bæjarbúum í óformlegt spjall til að kalla fram hugmyndir og samtal um þetta. Nefndin mun auglýsa það síðar. Spjallið væri hluti af vinnu nefndarinnar við undirbúning og tillögugerð í samræmi við ósk bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.