Farið var yfir minnisblöð frá fyrri fundum, gögn frá opnum fundum á vegum nefndarinnar og skoðaðar hugmyndir og ýmis fordæmi um almenningsgarða, útikennslustofur, leiktæki/aðstöðu fyrir leik, og fleira. Sett saman drög að áætlun um uppbyggingu, þ.e. helstu verkþættir og unnin drög að kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi þess að fá landslagsarkitekt til aðstoðar við verkefnið. Farið yfir viðræður við fulltrúa félagasamtaka um aðkomu að uppbyggingu Þríhyrningsins.
Stefnt að næsta fundi miðvikudaginn 4. mars nk.
Nefndarmenn skiptu á milli sín að ræða við tiltekna aðila um að koma sem gestir inná næsta fund, til viðræðna um Þríhyrning og fleira.