7. fundur 19. nóvember 2015 kl. 14:00 - 16:07 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB) formaður
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Ágústa Ósk Guðnadóttir (ÁÓG)
  • Sigríður Hjálmarsdóttir (SH)
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

1.Kosning varaformanns og ritara

Málsnúmer 1511019Vakta málsnúmer

Gengið var til kosninga á varaformanni og ritara nefndar. Lagt til að Bjarni Sigurbjörnsson verði varaformaður og Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi, ritari nefndar.

Samþykkt samhljóða.

2.Málefni Sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1511018Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu, hlutverk og framtíð Sögumiðstöðvar. Ákveðið að kanna samstarf við Brönufélagið varðandi viðbyggingu yfir bátinn Brönu. BS kannar málið.

Samþykkt að taka niður verkfæri á veggnum gegnt Brönu, mála hann og hengja upp sýningarspjöld. Menningar- og markaðsfulltrúa falin umsjón með verkinu.

Lagt til að hafist verði handa við útboð á rekstri Kaffi Emils og jafnvel upplýsingamiðstöð um leið að hluta.

3.Vefur fyrir myndir Bærings

Málsnúmer 1511021Vakta málsnúmer

SH kynnti hugmyndir Elínar Sigurðardóttur sem hefur áhuga á að setja upp vefsíðu fyrir myndir úr safni Bærings Cecilssonar.

Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndinni og felur menningar- og markaðsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

4.Ljósmyndasamkeppni

Málsnúmer 1410029Vakta málsnúmer

Úrslit í hinni árlegu ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verða tilkynnt á aðventudegi kvenfélagsins þann 29. nóvember nk. Valdir voru dómarar fyrir keppnina og munu þeir hittast í vikunni fyrir aðventudaginn.

5.Menningarstefna Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1505005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að menningarstefnu Grundarfjarðarbæjar frá því fyrr á þessu ári. Menningar- og markaðsfulltrúa falið að fylla inn í menningarstefnuna. Frekari umfjöllun um menningarstefnu verður á fyrri hluta ársins 2016.

6.Menningarverðlaunin Helgrindur

Málsnúmer 1505003Vakta málsnúmer

Menningarverðlaunin Helgrindur hafa verið veitt undanfarin ár og er nú lagt til að breyta fyrirkomulaginu þannig að verðlaunin verði veitt með lengra millibili, t.d. á 4-5 ára fresti.

Samþykkt að menningarverðlaunin Helgrindur verði veitt næst árið 2020.

7.Önnur mál

Málsnúmer 1511022Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi fór yfir þá árlegu viðburði sem snerta menningarnefndina að beiðni formanns. Bein aðkoma nefndarinnar er að Safnadegi á Snæfellsnesi sumardaginn fyrsta ár hvert, Rökkurdögum í október/nóvember og Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar.

Vangaveltur eru um rekstrarfyrirkomulag tjaldsvæðis bæjarins og hvort hugsanlega væri hentugra að bjóða reksturinn út.

Samþykkt að fá forstöðumann íþróttamannvirkja til að kynna reksturinn fyrir nefndinni á næsta fundi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:07.