171. fundur 07. september 2016 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1605038Vakta málsnúmer

Indru Candi kt.170364-7599 sækir um fyrir hönd 65°Ubuntu ehf byggingarleyfi fyrir bílskúr/geymslu í innkeyrslu neðan við núverandi hús Borgarbraut 9.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Tré á lóðarmörkum.

Málsnúmer 1608012Vakta málsnúmer

Erindi frá Margréti Hjálmarsdóttur Fagurhólstúni 14
samkvæmt bréfi 21.06.2016
V/ Tré á lóðamörkum
Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér málið og eftir því sem við komumst næst er ekki til byggingarreglugerð fyrir tré sem gróðursett eru fyrir 1998. Skipulags- og byggingarnefnd vill þó benda á Nábýlisrétt. Hagsmunir nágranna af því að tré verði felld, geta þótt meiri en hagsmunir af því að tré fái að standa.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.