176. fundur 06. mars 2017 kl. 17:00 - 19:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Birgisson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Hraðahindranir og umferðamerkingar

Málsnúmer 1610008Vakta málsnúmer

Hraðahindranir og umferðaþrengingar
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til tvenns konar hraðahindranir verði settar niður. Annarsvegar upphækkaðar hraðahindranir við Grunnskóla ofan við innkeyrslu að ráðhúsi, á Hrannarstíg við Smiðjustíg og Grundargötu við Sæból. Hinsvegar umferðaþrengingar (Sóley frá Íslandshús eða sambærilegar)á Sæból og Ölkelduveg.

Einnig finnst okkur mikilvægt að gangstéttir fyrir börn á leið í skóla séu kláraðar.

2.Kolgrafafjörður, deiliskipulag, lýsing

Málsnúmer 1610023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag til kynningar
Skipulags- og byggingarnefnd lýst vel á deiliskupulagið og leggur til að deiliskipulagðið verði sett í auglýsingu.

3.Jarðstrengur

Málsnúmer 1703007Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi: lagning 66kv jarðsstreng, Grundarfjarðarlínu 2
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

4.Suður Bár

Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer

Umsókn um endurnýjum - breytingum á gluggum.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi.

Fundi slitið - kl. 19:15.