Málsnúmer 1610008

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 172. fundur - 12.10.2016

Lagt var fyrir bókun á fundi bæjarráðs 14.07 s.l um vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum.
Skipulags- og umhverfisnefnd, ræddi gerð og staðsetningu hraðahindrana og einnig bílastæði við grunnskólann.
Nefndin ætlar að kynna sér gerð og staðsetningu hraðahindrana betur.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 175. fundur - 08.02.2017

Mál nr. 1610008 Hraðahindranir og umferðamerkingar, málið lagt fram öðru sinni með ósk um að nefndarmenn og byggingarfulltrúi komi með tillögur um úrbætur.
Nefndin ræddi staðsetningu og gerð hraðahindrana.
Upphækkaðar hraðahindranir við grunnskóla, Hrannarstígur við Smiðjustíg, Grundargata við Sæból. Þrengingar eða önnur gerð hraðahindranna á Sæbóli, Ölkelduvegur (?) og Borgarbraut við gatnamót Hlíðarvegar(?)
Byggingarfulltrúa falið að leggja fram hugmyndir að hraðahindrunum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 176. fundur - 06.03.2017

Hraðahindranir og umferðaþrengingar
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til tvenns konar hraðahindranir verði settar niður. Annarsvegar upphækkaðar hraðahindranir við Grunnskóla ofan við innkeyrslu að ráðhúsi, á Hrannarstíg við Smiðjustíg og Grundargötu við Sæból. Hinsvegar umferðaþrengingar (Sóley frá Íslandshús eða sambærilegar)á Sæból og Ölkelduveg.

Einnig finnst okkur mikilvægt að gangstéttir fyrir börn á leið í skóla séu kláraðar.