Mál lagt fram til kynningar og umræðu.
Vegna kvartana frá íbúum og umræðu um hraðalækkandi aðgerðir hefur verið til skoðunar að setja upp hraðahindranir í prufuskyni á völdum stöðum í bænum.
Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála, sagði frá tilögum sem hafa komið fram og fundum með Vegagerðinni um hraðalækkandi aðgerðir á Grundargötunni, sem er þjóðvegur í þéttbýli.
Nefndin ætlar að kynna sér gerð og staðsetningu hraðahindrana betur.