194. fundur 09. ágúst 2018 kl. 17:00 - 20:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Björg Ágústsdóttir (BA) bæjarstjóri
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Skipulagsmál

Málsnúmer 1807027Vakta málsnúmer

Staða mála.


Aðkallandi verkefni rædd, farið yfir stöðu mála og næstu skref.

2.Fellasneið 8, lóðaumsókn

Málsnúmer 1801049Vakta málsnúmer

Árni Þór Hilmarsson sækir um byggingaleyfi vegna Fellasneiðar 8.

Ekki liggja fyrir öll þau gögn sem þarf til útgáfu byggingarleyfis, sbr. grein 2.4.1. byggingarreglugerðar og því er ekki unnt að afgreiða umsóknina eins og hún liggur fyrir.

3.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Opið hús. Kynning á aðalskipulagstillögu á vinnslustigi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 18:00-21:00.

Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd í fjarfundi undir þessum lið.

Farið var yfir fyrirkomulag opins húss sem haldið verður til kynningar á vinnslutillögu aðalskipulags nk. mánudag. Matthildur fór yfir kynningu sem hún mun verða með á opna húsinu og kynningarmyndir sem hengdar verða upp á vegg í samkomuhúsinu. Ákveðið að láta liggja frammi einfalt kynningarblað með helstu upplýsingum um vefsíðu og um næstu skref.

4.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Vinna við aðalskipulag.

Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd á fjarfundi undir þessum lið.

Hún fór yfir drög að minnisblaði um sjónrænt verðmæti landslags og mögulega nálgun hvað það varðar í stefnu nýs aðalskipulags. Samþykkt að meginefni kaflans verði hluti af nýrri skipulagstillögu. Til nánari umræðu á fundi um aðalskipulagið síðar.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:00.