147. fundur 03. september 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Hrund Pálína Hjartardóttir (HPH) 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggningarfulltrúi óskar eftir að bæta við einu máli á áður senda dagskrá (Hrannarstígur 5). Samþykkt samhljóða.

1.Hamrahlíð 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1408015Vakta málsnúmer

Guðlaug Sturlaugsdóttir kt.151265-3679 sækir um byggingarleyfi fyrir 15ferm. smáhýsi á lóð Hamrahlíðar 2 samkvæmt gr.2.3.5 liður F í byggingarreglugerð. Samþykki nágranna fylgir með umsókninni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt erindið.

2.Hrannarstígur 5 - breytingar innanhús

Málsnúmer 1409002Vakta málsnúmer

Gunnar Kristjánsson kt.271050-2409 sækir um að innrétta íbúðir við Hrannarstíg 5, neðri hæð, íbúðir 101 og 102, samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu Gunnars Indriðasonar kt.081049-2979.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Nesvegur 4b - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1406008Vakta málsnúmer

Kamski ehf., kt.581006-0550 sækir um lóðina við Nesveg 4b. Húsgerð: Viðbygging við hótel. - Erindi frestað á fundi 145.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið, þar sem fyrir liggur samningur milli Olíudreifingar ehf og Hótel Framnes ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að Olíudreifing skili inn lóð við Nesveg 4b skriflega.

4.Nesvegur 4b og 6 - sameining á lóð

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Gísli Ólafsson sækir um sameiningu lóða á grundvelli núverandi skipulags. Lóðir Nesvegar 4b og Nesvegar 6 þar sem til stendur að stækka hótelbygginguna. Með umsókninni fylgir bréf dags.26.maí.2014, samningur dags.25.júní 2014 og uppdrættir dags.09.01.2013. - erindi frestað á fundi 145.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Hótel Framnes láti gera deiliskipulag þar sem lóðir Nesvegar 6 og 4b verða sameinaðar. Deiliskipulagið verði unnið samkvæmt gildandi skipulagslögum. Í deiliskipulaginu skal koma fram hvernig Hótel Framnes hyggst leysa bílastæðamál við hótelið og skal gera ráð fyrir a.m.k. 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis.
Nesvegur 12 er í eigu Grundarfjarðarbæjar en Olíudreifing ehf er með lóðina samkvæmt þjóðskrá, en gera þarf nýja lóðarleigusamning.

5.Svæðisskipulag

Málsnúmer 1407007Vakta málsnúmer

Minnisblað til sveitarstjórnar og skipulagsnefnda.
Lagt fram.

6.Landsskipulag

Málsnúmer 1408003Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun hefur tekið saman skýrsluna "Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir". Í henni eru settar fram helstu forsendur Landsskipulagsstefnu 2015-2026, þ.e. greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu ásamt yfirliti yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða skipulag landnotkunar og byggðaþróun. Auk þess að vera lögð til grundvallar við gerð landsskipulagsstefnu er skýrslunni ætlað að nýtast sveitarfélögum við gerð aðal- og svæðisskipulags.
Lagt fram.

7.Fjallskil 2014

Málsnúmer 1408016Vakta málsnúmer

Fundargerð 2014
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:00.