Málsnúmer 1406007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 145. fundur - 25.06.2014

Gísli Ólafsson sækir um sameiningu lóða á grundvelli núverandi skipulags. Lóðir Nesvegar 4b og Nesvegar 6 þar sem til stendur að stækka hótelbygginguna. Með umsókninni fylgir bréf dags.26.maí.2014, samningur (óundirritaður) og uppdrættir dags.09.01.2013.
Erindi frestað þar sem lóð 4b er úthlutuð og ekki liggur fyrir undirritaður samningur við núverandi lóðarhafa.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 147. fundur - 03.09.2014

Gísli Ólafsson sækir um sameiningu lóða á grundvelli núverandi skipulags. Lóðir Nesvegar 4b og Nesvegar 6 þar sem til stendur að stækka hótelbygginguna. Með umsókninni fylgir bréf dags.26.maí.2014, samningur dags.25.júní 2014 og uppdrættir dags.09.01.2013. - erindi frestað á fundi 145.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Hótel Framnes láti gera deiliskipulag þar sem lóðir Nesvegar 6 og 4b verða sameinaðar. Deiliskipulagið verði unnið samkvæmt gildandi skipulagslögum. Í deiliskipulaginu skal koma fram hvernig Hótel Framnes hyggst leysa bílastæðamál við hótelið og skal gera ráð fyrir a.m.k. 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis.
Nesvegur 12 er í eigu Grundarfjarðarbæjar en Olíudreifing ehf er með lóðina samkvæmt þjóðskrá, en gera þarf nýja lóðarleigusamning.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 150. fundur - 10.12.2014

Lögð er fram breytingartillaga á deiliskipulagi við Framnes frá Landlínum dags.05.12.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði auglýst og kynnt samkvæmt 43.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Bílastæðamagnið verði breytt í 1.stæði pr. 80m². Ef til kemur að bílasæði vanti á lóð miðað við byggingamagn, þarf að gera kvöð á viðkomandi lóð þar sem auka bílastæði verða staðsett.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 153. fundur - 04.03.2015

Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli og Lögbirtingarblaðinu 14-15.jan.2015 og rann athugasemdafrestur út 25.feb.2015. Eitt bréf barst, dags. 26.01.2015. Óskað var eftir umsögnum frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Vinnueftirlitinu og vegagerðinni. Umsagnir bárust frá öllum nema Vinnueftirlitinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu vegna ábendingar Skipulagsstofnunnar og leggur til að aðalskipulagsbreytingin og deiliskipulagið verði auglýst samhliða.

Bæjarstjórn - 185. fundur - 14.04.2015

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 21. janúar sl., varðandi tillögu að breytingu að deiliskipulagi Framness, austan Nesvegar. Jafnframt lagðir fram tölvupóstar frá skipulags- og byggingafulltrúa frá 9. mars sl. til Skipulagsstofnunar og svarpóstur Skipulagsstofnunar frá 26. mars sl. Í bréfi Skipulagsstofnunar er enn tekið á því að nauðsynlegt sé að gera breytingu á gildandi aðalskipulagi samanber lýsingu á aðalskipulagsbreytingu frá 2013 eða fresta deiliskipulagsbreytingunni þar til heildarendurskoðun aðalskipulagsins er auglýst.

Allir tóku til máls.

Tillaga að bókun:
”Bæjarstjórn samþykkir að aðalskipulagsbreytingarferli á Framnesi verði haldið áfram. Lýsing var auglýst í desember 2013. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa að láta gera tillögu að aðalskipulagsbreytingunni að teknu tilliti til innsendra athugasemda við lýsinguna á aðalskipulagsbreytingunni.
Jafnframt verði óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun vegna deiliskipulagsbreytinga á svæðinu með það í huga að finna leið til þess að flýta afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar eins og frekast er kostur.“

Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 161. fundur - 21.10.2015

Uppfærð breyting á deiliskipulagi er lög fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði endurauglýst og kynnt samkvæmt 43.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Ef til kemur að bílasæði vanti á lóð miðað við byggingamagn, þarf að gera kvöð á viðkomandi lóð þar sem auka bílastæði verða staðsett.