128. fundur 08. september 2015 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) varaformaður
  • Guðrún Jóna Jósepsdóttir (GJJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skipulagning á störfum skólanefndar

Málsnúmer 1509002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir skólanefnd, ýmis leiðbeiningarrit fyrir skólanefndir, lög um leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla ásamt reglugerðum um leikskóla og grunnskóla.

Rætt um verkefni skólanefndar, hlutverk, starfshætti ásamt réttindum og skyldum nefndarinnar. Skólanefnd lýsir yfir áhuga sínum á skoðunarferðum í skólana og að kynna sér starfsemi Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

2.Niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna sem lögð var fram á fundi skólanefndar 21. maí sl. og bæjarstjórnar 18. júní 2015.

Rætt um kynningu á niðurstöðum hópsins á komandi skólaári. Skólanefnd mun halda fund fljótlega með skólastjórum leik- og grunnskóla varðandi undirbúning og kynningu á starfsrækslu fimm ára deildar í Grunnskóla Grundarfjarðar.

3.Mennta- og menningarmálaráðuneyti. Könnun vegna eftirfylgni á lögum um leikskóla

Málsnúmer 1508009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf MMR dags. 14.08.2015.

4.Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Könnun vegna eftirfylgni á lögum um grunnskóla

Málsnúmer 1508008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf MMR dags. 15.08.2015.

5.Önnur mál

Málsnúmer 1504026Vakta málsnúmer

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:00.