Málsnúmer 1505023

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 126. fundur - 21.05.2015

1.1.
Niðurstaða og greinargerð hópsins.
Lögð fram niðurstaða og greinargerð starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ. Starfshópurinn var skipaður með skipunarbréfi þann 27. febr. sl. á grundvelli samþykktar 466. fundar bæjarráðs Grundarfjarðar. Tilgangur hópsins var að kanna möguleika á stofnun fimm ára deildar leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ.

Niðurstaða hópsins felst í þremur mögulegum leiðum sem starfshópurinn leggur til að lagðar verði til grundvallar og endanleg niðurstaða verði ekki framkvæmd fyrr en á skólaárinu 2016-2017. Hópurinn leggur til að næsta skólaár 2015-2016 verði nýtt til kynningar, umræðu og könnunar á vilja og viðhorfi foreldra og undirbúnings framkvæmdar.

Skólanefnd tekur undir niðurstöðu starfshópsins og styður tillögu B sem undanfara tillögu C.

1.2.
Fundargerðir starfshópsins nr. 1-8.
Lagðar fram fundargerðir starfshópsins, tölusettar frá 1-8.

Bæjarráð - 470. fundur - 28.05.2015

Lögð fram og kynnt skýrsla starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna í Grundarfjarðarbæ.
Afgreiðslu vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð óskar eftir að formaður starfshópsins mæti á næsta fund bæjarstjórnar og fari yfir tillögurnar.

Bæjarstjórn - 187. fundur - 18.06.2015

Sveinn Þór Elínbergsson, formaður starfshópsins, sat fundinn undir þessum lið. Hann gerði grein fyrir niðurstöðum starfshópsins.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra í samráði við skólanefnd umsjón með kynningu á niðurstöðum starfshópsins.

Skólanefnd - 128. fundur - 08.09.2015

Fyrir fundinum lá niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna sem lögð var fram á fundi skólanefndar 21. maí sl. og bæjarstjórnar 18. júní 2015.

Rætt um kynningu á niðurstöðum hópsins á komandi skólaári. Skólanefnd mun halda fund fljótlega með skólastjórum leik- og grunnskóla varðandi undirbúning og kynningu á starfsrækslu fimm ára deildar í Grunnskóla Grundarfjarðar.

Skólanefnd - 129. fundur - 15.09.2015

Farið yfir og rædd málefni leikskólabarna og þá tillögu starfshóps að elsti árgangur leikskólans færist upp í grunnskóla. Vegna faglegra sjónarmiða þykir æskilegt að tilfærslan eigi sér stað um næstu áramót. Auk þess myndi það leysa húsnæðismál leikskólans.

ÁEE fór kl. 11:36.

Lagt til við bæjarstjórn að stofnaður verði stýrihópur til að móta tillögurnar frekar auk þess að hafa umsjón með kynningu til foreldra. Í stýrihópnum yrði fulltrúi skólanefndar og skólastjórar leikskóla og grunnskóla.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 130. fundur - 24.11.2015

Björg Karlsdóttir og Sigurður Gísli Guðjónsson sátu fundinn undir þessum lið. Þau eru bæði fulltrúar í stýrihóp bæjarstjórnar um fimm ára deild leikskólabarna ásamt formanni skólanefndar (SGA).

Fulltrúar stýrihópsins fór yfir vinnu sína og hugmyndir um stofnun fimm ára deildar leikskólabarna. Stýrihópurinn hefur kynnt sér starfsemi annarra skóla og farið í heimsókn í Lágafellsskóla.

Stýrihópurinn áætlar að skila af sér tillögum í desember nk.

Bæjarráð - 479. fundur - 15.12.2015

Undir þessum lið sátu Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir, Hólmfríður Hildimundardóttir, allar fulltrúar skólanefndar. Einnig sátu fundinn undir þessum lið Björg Karlsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, sem skipa stýrihóp um fimm ára deild leikskólabarna ásamt Sigríði G. Arnardóttur.

Lögð fram skýrsla með niðurstöðum stýrihóps um fimm ára deild leikskólabarna. Fulltrúar stýrihóps gerðu grein fyrir vinnu sinni og niðurstöðum.

Allir tóku til máls.

Að umræðum loknum yfirgáfu gestir fundinn.

Bæjarráð telur tillögu að stofnun fimm ára deildar leikskólabarna góða. Bæjarráð felur skólanefnd að halda kynningu fyrir foreldra barna sem fædd eru árið 2010 eins fljótt og kostur er. Í framhaldi mun skólanefnd undirbúa stofnun deildarinnar í samráði við skólastjórnendur. Auglýst yrði eftir starfsmanni leikskóladeildar fljótlega eftir áramót.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 131. fundur - 09.02.2016

Gerð var grein fyrir fundum og vinnu sérstakra starfshópa bæjarins um stofnun 5 ára deildar í grunnskólanum.
Jafnframt var farið yfir bréf dags. 7. feb. sl. frá foreldrum barna í leikskólanum, þar sem bent er á ýmis atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga áður en 5 ára deild verður stofnsett í grunnskólanum.

Að svo búnu fór skólanefnd ásamt skólastjórum, fulltrúa starfsmanna leikskólans og fulltrúa foreldrafélags grunnskólans í skoðunarferð í það húsnæði grunnskólans, sem hugmyndin er að nýta fyrir hina nýju deild 5 ára barna.

Skólanefnd mælir með því við bæjarstjórn að stigið verði skrefið og stofnuð sérstök 5 ára deild í grunnskólanum. Auglýst verði eftir leikskólakennara og hafin vinna við nauðsynlegan undirbúning og lagfæringar, sem vinna þarf áður en að starfsemi deildarinnar getur hafist.

Bæjarstjórn - 193. fundur - 11.02.2016

Lagt fram bréf nokkurra foreldra í leikskólanum Sólvöllum, Þar sem bent er á nokkur atriði sem brýnt er að skoða vegna stofnunar 5 ára deildar barna í grunnskólanum.

Bæjarstjórn vísar til samþykktar skólanefndar um 5 ára deild undir 4.tl. skólanefndar og þakkar jafnframt fyrir ágætar ábendingar í fyrirliggjandi bréfi, sem nýtast munu við undirbúning deildarinnar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um stofnun sérstakrar 5 ára deildar í grunnskólanum. Jafnframt að auglýst verði eftir leikskólakennara og hafin vinna við nauðsynlegan undirbúning og lagfæringar, sem vinna þarf áður en að starfsemi deildarinnar getur hafist. Miðað er við að haft verði samráð við skólanefnd og nýjan starfskraft um undirbúning starfs og húsnæðis.

Bæjarstjórn þakkar þeim aðilum og starfshópum sem komið hafa að framgangi málsins fyrir vel unnin störf.

Skólanefnd - 132. fundur - 05.04.2016

Sigurður G. Guðjónsson, skólastjóri grunn- og tónlistarskóla og Björg Karlsdóttir, skólastjóri leikskólans, sátu fundinn undir þessum lið.

Sigurður gerði grein fyrir stöðu breytinga á húsnæði grunnskólans vegna flutnings elsta árgangs leikskólans. Sigurður og Björg fóru yfir tillögu að tilfærsluáætlun. Miðað er við að hefja tilfærslu barna þann 18. apríl nk. en að hefja starfsemi þann 25. apríl nk., með þeim fyrirvara að allur búnaður hafi verið settur upp.