129. fundur 15. september 2015 kl. 11:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Farið yfir og rædd málefni leikskólabarna og þá tillögu starfshóps að elsti árgangur leikskólans færist upp í grunnskóla. Vegna faglegra sjónarmiða þykir æskilegt að tilfærslan eigi sér stað um næstu áramót. Auk þess myndi það leysa húsnæðismál leikskólans.

ÁEE fór kl. 11:36.

Lagt til við bæjarstjórn að stofnaður verði stýrihópur til að móta tillögurnar frekar auk þess að hafa umsjón með kynningu til foreldra. Í stýrihópnum yrði fulltrúi skólanefndar og skólastjórar leikskóla og grunnskóla.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:00.