129. fundur 15. september 2015 kl. 11:00 - 12:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Bjarni Jónasson (BJ)
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Ásthildur E. Erlingsdóttir (ÁEE)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna

1505023

Farið yfir og rædd málefni leikskólabarna og þá tillögu starfshóps að elsti árgangur leikskólans færist upp í grunnskóla. Vegna faglegra sjónarmiða þykir æskilegt að tilfærslan eigi sér stað um næstu áramót. Auk þess myndi það leysa húsnæðismál leikskólans.

ÁEE fór kl. 11:36.

Lagt til við bæjarstjórn að stofnaður verði stýrihópur til að móta tillögurnar frekar auk þess að hafa umsjón með kynningu til foreldra. Í stýrihópnum yrði fulltrúi skólanefndar og skólastjórar leikskóla og grunnskóla.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:00.