Taktur og texti er tónlistarsmiðja sem Steinunn Jónsdóttir og Hrafnkell Örn Guðjónsson leiða. Smiðjan er byggð á lagasmíða áfanga sem þau kenna í Fellaskóla þar sem raftónlist mætir íslenskri textagerð. Þátttakendur semja saman takt í tölvuforriti og texta við með dyggri aðstoð leiðbeinandanna. Lagið verður síðan bæði tekið upp.
Þátttakendur þurfa ekki að hafa neinn grunn í tónlistar- eða textagerð, bara brennandi áhuga á því að prófa sig áfram og vera tilbúin að leyfa sköpunarkraftinum að fá lausan tauminn.
Boðið verður upp á þrjár aldurskiptar smiðjur:
Börn í 8.-10.bekk mæta föstudaginn 17.október, kl.18.30 - 21.00
Börn í 1. - 4.bekk mæta laugardaginn 18.október kl.9.30 - 12.00
Börn í 5. - 7.bekk mæta laugardaginn 18.október kl.13.30 - 16.00
Ef börnin spila á hljóðfæri er þeim velkomið að taka þau með sér og við reynum að nýta þau í sköpunarferlinu. Foreldrum er velkomið að fylgja yngstu börnunum/taka þátt með þeim (1.-4.bekk).
Frítt er í smiðjurnar en þær eru hluti af dagskrá Barnamenningarhátíðar Vesturlands, Barnó – BEST MEST VEST. Markmið hátíðarinnar er að efla menningu og listsköpun barna og ungmenna á svæðinu.