Laugardaginn 18. október verður efnt til mikillar þungarokkssveislu í Samkomuhúsinu í Grundarfirði.
 
Fram koma Duft, Patronian og Bergmenn.
 
Duft er nýþung harðkjarna- og öfgarokkssveit sem stofnuð var árið 2022 og hefur verið á miklu flugi síðan þeir gáfu út sína fyrstu plötu vorið 2024. Frumraunin Altar of Instant Gratification er full af hálsbrjótandi slögurum og málar grimmur hljóðheimurinn dökka mynd af veröld sem mannkynið stefnir til glötunnar.
DUFT - Instant Gratification: https://www.youtube.com/results...
 
Dauðarokkssveitin Patronian varð til árið 2021 þegar gítarleikarinn og söngvarinn Smári Tarfur fann mikla þörf fyrir að halda aftur í þungarokksræturnar, eftir að hafa leikið lausum hala á hinum ýmsu sviðum tónlistarinnar. Frumburður sveitarinnar, Stabbed with Steel, kom út um haustið 2022 og vakti töluverða athygli. Hún var m.a. valin ein af 10 bestu plötum ársins hjá Scars & Guitars og var Patronian lofuð í hástert fyrir beittar lagasmíðar og öfluga spilamennsku.
Patronian - Stabbed With Steel: https://www.youtube.com/watch?v=-PT6R0UeC3k
 
Það er okkur sönn ánægja að kynna hljómsveitina Bergmenn sem verður sérstakur heiðursgestur á tónleikunum. Bergmenn skipa þrír ungir herrar úr Grundarfirði sem hafa mikla ástríðu fyrir rokktónlist. Einir Hugi sér um að berja húðir, Hákon Rúnar plokkar bassann og Haukur Orri leikur á gítar. Við bjóðum Bergmenn sérstaklega velkomna í þetta ævintýri og við iðum í skinninu að verða vitni að frumraun þeirra á sviðinu.
Húsið opnar klukkan 19:00

Fyrsta Hljómsveit stígur á svið klukkan 20:00
 
Miðaverð: 3000 krónur
 
 
EKKERT ALDURSTAKMARK