Málsnúmer 1305011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 473. fundur - 30.07.2015

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 20.07.2015. Framhaldsaðalfundur verður haldinn 31.08.2015.

Lagt til að tilnefndir fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar (EYS) verði Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Bergþóra Björnsdóttir. Jafnframt lagt til að Sigurlaug R. Sævarsdóttir og Hinrik Konráðsson verði varafulltrúar í stjórn EYS.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 474. fundur - 27.08.2015

Lögð fram fundargerð aðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 20 júlí sl. en fundinum var frestað til 31. ágúst nk.
Jafnframt ræddar hugmyndir um framtíð félagsins.

Samþykkt samhljóða að Berghildur Pálmadóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar á fundinum og Hinrik Konráðsson til vara.

Bæjarstjórn - 188. fundur - 10.09.2015

Lögð fram fundargerð framhaldsaðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 31.08.2015. Á aðalfundinum var samþykkt samhljóða af 12 stofnaðilum að slíta sjálfseignarstofnuninni Eyrbyggju-sögumiðstöð. Jafnframt var samþykkt samhljóða að skipa sérstaka slitastjórn. Á fyrsta fundi slitastjórnar 02.09.2015 gerði stjórnin tillögu um það hvernig slitum á félaginu yrði háttað.

Til máls tóku EG, EBB, ÞS og RG.

Bókun:
”Bæjarstjórn Grundarfjarðar tekur undir tillögu slitastjórnar sem fram kemur í 2. tl. fundargerðar hennar frá 02.09.2015 um það að bæjarstjórn taki við öllum verkefnum, eignum og skuldum Eyrbyggju-sögumiðstöðvar og feli menningarnefnd þau verkefni sem Eyrbyggja-sögumiðstöð hefur haft með höndum.“

Bæjarráð - 475. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar bréf slitastjórnar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 14.09.2015 þar sem óskað er eftir staðfestingu innanríkisráðherra á slitum Eyrbyggju-sögumiðstöðvar, sbr. 8. gr. skipulagsskrár sjálfseignarstofnunarinnar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar.