474. fundur 27. ágúst 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Staðgreiðsluyfirlit

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Fram kom að greitt útsvar fyrstu sjö mánuði ársins 2015 er 8,7% hærra en á sama tíma í fyrra.

3.Ársfjórðungsuppgjör

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör 2. ársfjórðungs ársins 2015.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 159

5.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavík (OR) frá 18. ágúst sl. varðandi samning milli OR og Grundarfjarðarbæjar um hitaveituvæðingu bæjarins. Bréfið er svar við bréfi bæjarins frá 10. júlí sl., þar sem kallað er eftir efndum OR á samningi milli aðila.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra í samráði við lögfræðing bæjarins að undirbúa viðræður við OR.
Jafnframt að fá Hauk Jóhannesson, jarðfræðing til að mæta á fund bæjarstjórnar sem fyrst vegna mats hans á öflun heits vatns á svæðinu.

6.Fjallskil - Fjallskilaboð

Málsnúmer 1508007Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar frá 19. ágúst sl. Vegna áréttingar í 2. tl. fundargerðarinnar er óskað eftir að fjallskilanefnd geri tillögur um úrbætur í réttarmálum.

7.Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 17.07.2015 vegna unglingalandsmóts.

Málsnúmer 1507030Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 17. júlí sl., varðandi styrkveitingar í tengslum við unglingalandsmót UMFÍ, sem til stóð að halda í Grundarfirði árið 2009.

Bæjarstjóra falið að svara ráðuneytinu og leita lausna.

8.Ráðningarsamningar

Málsnúmer 1508014Vakta málsnúmer

Lagðir fram ráðningarsamningar skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar og menningar- og markaðsfulltrúa.

Samningarnir samþykktir samhljóða.

9.Hjálmar ehf.

Málsnúmer 1508015Vakta málsnúmer

Skv. áreiðanlegum heimildum liggur nú fyrir að gengið hefur verið frá sölu á öllum hlutabréfum í útgerðarfyrirtækinu Hjálmar ehf. í Grundarfirði til Loðnuvinnslunnar ehf. á Fáskrúðsfirði. Þar með er Haukaberg SH-20 og allar aflahlutdeildir sem skipinu fylgja horfnar úr Grundarfirði. Ekki hefur borist fyrirspurn um það hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt á skipinu sbr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Bæjarstjóra falið að kanna hvort seljanda sé ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt sveitarfélagsins til samræmis við ofangreinda lagagrein. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að Alþingi sjái til þess að skýra forkaupsréttarákvæði í 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er snúa að sölu fiskiskipa og aflaheimilda.

10.Málefni Leikskólans Sólvalla

Málsnúmer 1504023Vakta málsnúmer

Björg Karlsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Leikskólastjóri gerði grein fyrir starfsemi skólans. Farið yfir húsnæðismál, mannaflaþörf og -ráðningar, fjölda barna o.fl.

11.Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Málsnúmer 1305011Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Eyrbyggju-sögumiðstöðvar frá 20 júlí sl. en fundinum var frestað til 31. ágúst nk.
Jafnframt ræddar hugmyndir um framtíð félagsins.

Samþykkt samhljóða að Berghildur Pálmadóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar á fundinum og Hinrik Konráðsson til vara.

12.Skipulags- og byggingafulltrúi

Málsnúmer 1506023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þar sem umsækjandi um starf skipulags- og byggingafulltúa dregur umsókn sína um starf skipulags- og byggingafulltrúa til baka, en ein umsókn barst um starfið.

Jafnframt lögð fram ný auglýsing um starfið, en umsóknarfrestur samkvæmt henni er til 3. sept. nk.

13.Lögreglumál

Málsnúmer 1504040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð vegna fundar þann 14. sept. nk. um lögreglumál á svæðinu.

14.Heimsókn iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Málsnúmer 1508016Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt vegna heimsóknar iðnaðar- og viðskiptaráðherra til Grundarfjarðar 17. ágúst sl.

15.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitafélaga

Málsnúmer 1409033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 23. sept. nk.

16.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Málsnúmer 1508017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldinn verður í Reykjavík dagana 24.-25. sept. nk.

Fundi slitið - kl. 18:30.