Málsnúmer 1411012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 150. fundur - 10.12.2014

Grundarfjarðarbær leggur fram "Lýsingu" vegna breytingu á aðalskipulagi fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að ”Lýsingin“ verð kynnt og auglýst samkvæmt 1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 152. fundur - 04.02.2015

Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29.jan.2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir skipulags- og byggingarfulltrúi vinni áfram í málinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 153. fundur - 04.03.2015

Erindi frestað á 152. fundi. Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29. jan. 2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu og greinagerð er lögð fram til samþykktar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin á aðalskipulaginu og greinagerðin verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi samkvæmt 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal kynna tillöguna sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 154. fundur - 19.03.2015

Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29. jan. 2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum. Almennur kynningarfundur var haldinn 13.3.2015. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu og greinagerð er lögð fram.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun samkv. 3.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því verði aðalskipulagsbreytingin auglýst samkv. 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 158. fundur - 01.07.2015

Breyting á aðalskipulagi 2003-2015 vegna aðveitustöðvar fyrir rafmagn var auglýst í Morgunblaðinu, Skessuhorni, Jökli, Lögbirtingarblaðinu og á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Lauk athugasemdafresti 11. júní 2015. Óskað var eftir umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vinnueftirliti, Vegagerðinni, Orkustofnun, Landsneti, Rarik og Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Allar umsagnir hafa borist.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunnar samkvæmt 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og óskað eftir birtingu í B-deild stjórnartíðinda.