467. fundur 27. mars 2015 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Gengið var til dagskrár:

1.Grundargata 35. Bréf frá Inga Hans Jónssyni

Málsnúmer 1408013Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að svari vegna bréfs frá Inga Hans Jónssyni. Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi gögnum. Að umræðum loknum var bæjarstjóra falið að senda bréfritara svar á grundvelli fyrirliggjandi draga.

2.Samningur um ljósmyndun

Málsnúmer 1503052Vakta málsnúmer

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá nýjum samningi á grundvelli fyrirliggjandi draga.

3.Skýrsla vegna sumarnámskeiða 2014

Málsnúmer 1503045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Aldursdreifing í sveitarfélögum

Málsnúmer 1503039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Húsaleigusamningur um Sæból 44

Málsnúmer 1503034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Aðild að rammasamningi 2015

Málsnúmer 1503012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um hlutafjáraukningu Jeratúns ehf.

Málsnúmer 1503041Vakta málsnúmer

Samþykkt samhljóða beiðni Jeratúns ehf. um aukið hlutafé að fjárhæð 5.040 þús. kr., sem er til samræmis við fjárhagsáætlun bæjarins.

8.Fundargerð 48. stjórnarfundar Jeratúns ehf., 18.03.2015 og ársreikningur 2014.

Málsnúmer 1503043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um námsvist í grunnskóla utan sveitarfélagsins

Málsnúmer 1503022Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt umsókn frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, um námsvist í grunnskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.

Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða eins og óskað er eftir út skólaárið.

10.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Starfsmannamál

Málsnúmer 1501074Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir ýmis mál er snúa að starfsmannamálum sveitarfélagsins. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna áfram að úrlausn mála.

12.Orkuveita Reykjavíkur

Málsnúmer 1502008Vakta málsnúmer

Farið var yfir fund sem haldinn var með bæjarstjórn Grundarfjarðar og Orkuveitu Reykjavíkur fyrr í morgun, þar sem fyrirtækið var krafið svara um það hvernig það hygðist efna samning um hitaveituvæðingu í Grundarfirði. Fram kom á fundinum að ekki sé fyrir hendi vilji hjá Orkuveitu Reykjavíkur til að uppfylla gildandi samning um að hitaveituvæða Grundarfjörð.

Lögmaður bæjarins fór yfir málið og hvernig hann teldi heppilegast að standa að næstu skrefum í úrlausn málsins. Jafnframt svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar vinni að framgangi málsins með aðstoð lögmanns bæjarins, Andra Árnasyni.

13.Verðkönnun vegna klæðningar á grunnskóla

Málsnúmer 1503050Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar varðandi verðkönnun á niðurrifi klæðningar á grunnskóla á vegg sem snýr inn að sundlaug. Fjórir aðilar gáfu verð í að rífa klæðninguna. 1) Gústi Ívars ehf., 2)Trésmiðjan Gráborg , 3) ÞF Smíði og 4) Lárus Sverrisson.

Að umræðum loknum var samþykkt að ekki yrði gengið til samninga við neinn af ofangreindum aðilum, heldur samþykkt að fela umsjónarmanni fasteigna og forstöðumanni áhaldahúss að vinna verkið.

14.Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2015

Málsnúmer 1503053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 18. mars sl., varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árin 2015-2018.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að svara eftirlitsnefndinni eins og óskað er eftir.

15.Framkvæmdir ársins 2015

Málsnúmer 1503055Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015. Kallað er eftir breytingum á framkvæmdaáætlun, sem lagðar verði fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

16.Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitafélaga á árinu 2014

Málsnúmer 1503014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Staðgreiðsluyfirlit

Málsnúmer 1501020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið - kl. 14:00.