Málsnúmer 1506023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 187. fundur - 18.06.2015

Lagt fram uppsagnarbréf frá skipulags- og byggingafulltrúa sem mun hætta störfum 31. ágúst nk.
Í gangi hefur verið samningur milli sveitarfélaganna Stykkishólms og Grundarfjarðarbæjar um samstarf hvað varðar starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Til máls tóku EG, HK, RG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir skipulags- og byggingarfulltrúa í fullt starf. Jafnframt að haldið verði áfram með samstarf um þessi mál og að reynt verði að útvíkka það til annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

Bæjarráð - 473. fundur - 30.07.2015

Lögð fram auglýsing um starf skipulags- og byggingafulltrúa. Umsóknarfrestur rann út 24. júlí sl. Ein umsókn barst í starfið.

Bæjarstjóra falið að leita eftir samningum við umsækjanda í samræmi við umræðu á fundinum.

Bæjarráð - 474. fundur - 27.08.2015

Lagt fram bréf þar sem umsækjandi um starf skipulags- og byggingafulltúa dregur umsókn sína um starf skipulags- og byggingafulltrúa til baka, en ein umsókn barst um starfið.

Jafnframt lögð fram ný auglýsing um starfið, en umsóknarfrestur samkvæmt henni er til 3. sept. nk.

Bæjarstjórn - 188. fundur - 10.09.2015

Umsóknarfrestur um starf skipulags- og byggingafulltrúa er liðinn. Alls bárust sjö umsóknir. Farið verður í viðtalsferli á næstu dögum.