187. fundur 18. júní 2015 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skólanefnd - 125

2.Skólanefnd - 126

3.Bæjarráð - 470

4.Skólanefnd - 127

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 157

6.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Eyþór Garðarsson sem forseta og Rósu Guðmundsdóttur sem varaforseta til eins árs.

Samþykkt samhljóða.

7.Kosning aðalmanna og varamanna í bæjarráð

Málsnúmer 1506020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Berghildur Pálmadóttir og Hinrik Konráðsson frá L-lista og Rósa Guðmundsdóttir frá D-lista verði fulltrúar í bæjarráði Grundarfjarðar til eins árs. Varamenn yrðu Eyþór Garðarsson og Elsa Bergþóra Björnsdóttir frá L-lista og Jósef Ó. Kjartansson frá D-lista.

Samþykkt samhljóða.

8.Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Málsnúmer 1506021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Berghildur Pálmadóttir verði formaður bæjarráðs og Rósa Guðmundsdóttir varaformaður bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Niðurstaða starfshóps um fimm ára deild leikskólabarna

Málsnúmer 1505023Vakta málsnúmer

Sveinn Þór Elínbergsson, formaður starfshópsins, sat fundinn undir þessum lið. Hann gerði grein fyrir niðurstöðum starfshópsins.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra í samráði við skólanefnd umsjón með kynningu á niðurstöðum starfshópsins.

10.Skipun í öldungarráð

Málsnúmer 1505043Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að stofnsetja sérstakt öldungaráð. Tilgangur ráðsins er að bæta þjónustu við aldraða og vera tengiliður milli bæjaryfirvalda og aldraðra með það að markmiði að þjónusta við þennan hóp verði eins góð og kostur er.
Til máls tóku RG, EG og ÞS.

Tillaga kom fram um eftirtalda aðila í öldungaráð:
Aðalmenn;
Hildur Sæmundsdóttir
Steinunn Hansdóttir
Móses Geirmundsson

Varamenn;
Jensína Guðmundsdóttir
Tryggvi Gunnarsson
Þórunn Kristinsdóttir

Tillaga samþykkt samhljóða.

11.Orkuveita Reykjavíkur, staða mála

Málsnúmer 1506017Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað vegna fundar með Andra Árnasyni hrl. frá 8. júní sl., þar sem farið er yfir helstu álitamál varðandi samskipti Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Grundarfjarðarbæjar. Jafnframt lagt fram bréf frá OR dags. 21. maí 2014.
EG og ÞS gerðu grein fyrir stöðu mála. Allir tóku til máls.

Að umræðum loknum var samþykkt að fela bæjarstjóra í samráði við Andra Árnason lögmann að svara bréfi OR. Jafnframt var samþykkt að fá Hauk Jóhannesson jarðfræðing á fund við fyrstu hentugleika þar sem farið yrði nánar yfir þá möguleika sem fyrir hendi eru í öflun heits vatns fyrir Grundarfjarðarbæ, en hann vann greinargerð um málið fyrir Grundarfjarðarbæ í nóv. 2013.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

12.Ráðning skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1506013Vakta málsnúmer

Á 127. fundi skólanefndar þann 8. júní sl. var lögð fram tillaga um ráðningu nýs skólastjóra við Grunnnskóla Grundarfjarðar.
Til máls tóku: HK, EBB, BP, RG og EG.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skólanefndar um að ráða Sigurð Gísla Guðjónsson í starf skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar.

13.Skipulags- og byggingafulltrúi

Málsnúmer 1506023Vakta málsnúmer

Lagt fram uppsagnarbréf frá skipulags- og byggingafulltrúa sem mun hætta störfum 31. ágúst nk.
Í gangi hefur verið samningur milli sveitarfélaganna Stykkishólms og Grundarfjarðarbæjar um samstarf hvað varðar starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Til máls tóku EG, HK, RG, JÓK og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir skipulags- og byggingarfulltrúa í fullt starf. Jafnframt að haldið verði áfram með samstarf um þessi mál og að reynt verði að útvíkka það til annarra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.

14.Skipulagsbreytingar á Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Málsnúmer 1504038Vakta málsnúmer

JÓK vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram minnisblað frá Lögmannsstofunni Pacta lögmönnum með tillögum til hagræðingar í rekstri Tónlistarskóla Grundarfjarðar í kjölfar úttektar á skólanum.

Lögð fram tillaga um að skólastjóri grunnskólans stýri sameiginlega Grunnskóla Grundarfjarðar og Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Stjórnun skólanna verði þannig sameinuð undir stjórn eins skólastjóra. Með því fyrirkomulagi má ná fram aukinni hagræðingu í rekstri skólanna og þar með auknum samlegðaráhrifum.

Lagt til að bæjarstjóra verði falið að skipuleggja hvernig faglegri stjórnun tónlistarskólans verði best fyrir komið.

Samþykkt samhljóða.

JÓK tók aftur sæti sitt á fundinum.

15.Tjaldsvæði

Málsnúmer 1506024Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni tjaldsvæðis.
Til máls tóku: EG, ÞS, EBB, HK og RG.

Bæjarstjórn áréttar að skv. 9. gr. lögreglusamþykktar Grundarfjarðar er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

16.Málefni Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls

Málsnúmer 1506025Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni dvalarheimilisins og kynnt styrkveiting sem fengist hefur úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2015.
Til máls tóku: ÞS og EG.

Bæjarstjórn fagnar því að fengist hafi fjárveiting til framkvæmda.

17.Sýslumaðurinn á Vesturlandi, umsögn vegna hátíðarfélags

Málsnúmer 1506016Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um umsögn vegna leyfis fyrir samkomuhald í tjaldi á hafnarsvæði.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tækifærisleyfi vegna tjalds á hafnarsvæði á bæjarhátíðinni ”Á góðri stund“ sem haldin verður 23.-26. júlí nk. Fyrir liggur samþykki hafnarstjóra.

18.Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 1506026Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu:
”Bæjarstjórn samþykkir að fella niður bæjarstjórnarfundi í júlí og ágúst nk. skv. heimild í 7. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar.
Í sumarleyfi bæjarstjórnar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella skv. heimild í 48. gr. samþykktarinnar.“

Samþykkt samhljóða.

19.828. fundur Sambands íslenskra sveitafélaga, 29.05.2015

Málsnúmer 1506002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, 08.06.2015

Málsnúmer 1506015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.151. fundur Félagsmálanefndar Snæfellinga, 09.06.2015

Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fundur með vegamálastjóra, 08.06.2015

Málsnúmer 1506014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku EBB, EG, HK og ÞS.

23.Aðalfundur Snæfrost hf. 18. júní nk.

Málsnúmer 1506012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Áætlun Stykkilshólmsbæjar um minnkun plasts

Málsnúmer 1506028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar

Málsnúmer 1506019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, bréf dags. 09.06.2015

Málsnúmer 1506029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að svara bréfi EFS.

27.SSV - Uppbyggingarsjóður Vesturlands - menningarstyrkur

Málsnúmer 1506005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Umsögn Grundarfjarðarbæjar vegna kvótamála

Málsnúmer 1506010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku RG, ÞS og EG.

29.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.