Skv. áreiðanlegum heimildum liggur nú fyrir að gengið hefur verið frá sölu á öllum hlutabréfum í útgerðarfyrirtækinu Hjálmar ehf. í Grundarfirði til Loðnuvinnslunnar ehf. á Fáskrúðsfirði. Þar með er Haukaberg SH-20 og allar aflahlutdeildir sem skipinu fylgja horfnar úr Grundarfirði. Ekki hefur borist fyrirspurn um það hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt á skipinu sbr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.
Bæjarstjóra falið að kanna hvort seljanda sé ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt sveitarfélagsins til samræmis við ofangreinda lagagrein. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að Alþingi sjái til þess að skýra forkaupsréttarákvæði í 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er snúa að sölu fiskiskipa og aflaheimilda.
EG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.
Lagt fram bréf frá útgerðarfélaginu Hjálmar ehf., sem er svar við bréfi bæjarins um forkaupsréttarákvæði.
Allir tóku til máls.
Í bréfinu kemur fram að fyrirtækinu var ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt þar sem það seldi einungis hlutabréf en ekki skip eins og fram kemur í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Jafnframt er vísað til dóms hæstaréttar um sambærilegt mál, svokallað Vestmannaeyjamál í dómi nr. 475/2014.
Einnig lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til atvinnuveganefndar Alþingis annars vegar og sjávarútvegsráðherra hins vegar þar sem óskað er eftir því að löggjafinn skýri forkaupsréttarákvæði 12. gr. laga nr. 116/2006.
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.
EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn fundarins.
Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá 21.10.2015, sem er svar við bréfi Grundarfjarðarbæjar frá 31.08.2015 vegna forkaupsréttarákvæða 12. gr. laga um stjórn fiskveiða. Með bréfinu fylgir afrit af bréfi ráðuneytisins til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20.10.2015 þar sem ráðuneytið óskar umsagnar sambandsins um málið.
Bæjarstjóra falið að kanna hvort seljanda sé ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt sveitarfélagsins til samræmis við ofangreinda lagagrein. Jafnframt áréttar bæjarráð mikilvægi þess að Alþingi sjái til þess að skýra forkaupsréttarákvæði í 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er snúa að sölu fiskiskipa og aflaheimilda.