Málsnúmer 1509016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 475. fundur - 01.10.2015

Lögð fram teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum við Sundlaug Grundarfjarðar.

Samþykkt samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnframt samþykkt að láta vinna útboðsgögn fyrir verkið.

Bæjarráð - 478. fundur - 03.12.2015

Lögð fram fundargerð dags. 30. nóv. sl., frá opnun verðkönnunar vegna vaðlaugar og heitra potta við sundlaug Grundarfjarðar.

Verð komu frá tveimur aðilum:
1) Gústi Ívars Ehf. 6.511 þús. kr., sem er 90% af kostnaðaráætlun
2) Gunnar Þorkelsson 11.747 Þús. kr., sem er 162% af kostnaðaráætlun.
3) Kostnaðaráætlun er 7.254 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Gústa Ívars Ehf. á grundvelli fyrirliggjandi verðkönnunar.

Jafnframt lögð fram gögn um nauðsynlegan búnað sem þarf að kaupa vegna framkvæmda við sundlaugina. Um er að ræða varmaskipti, sandsíu, dælubúnað, klórstöð, klórdælu, jöfnunartank o.fl.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra og umsjónarmanni fasteigna verði falið að ganga frá kaupum á nauðsynlegum búnaði.

Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 192. fundur - 14.01.2016

Lagður fram verksamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Gústa Ívars ehf., þar sem verktaki tekur að sér að vinna ákveðanar breytingar á aðstöðu við Sundlaug Grundarfjarðar samkvæmt verklýsingu þar um. Ráðgert er að verkinu ljúki eigi síðar en 1. apríl 2016.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan verksamning fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 486. fundur - 30.06.2016

Gerð grein fyrir framkvæmdum við sundlaugina og nokkrum atriðum sem brýnt er að lagfæra varðandi heita potta og aðgengismál á svæðinu.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna að úrlausn mála.

Bæjarráð - 495. fundur - 23.02.2017

Þorsteinn Birgisson, skipulags- og byggingafulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram minnisblað unnið af skipulags- og byggingafulltrúa, forstöðumanni íþróttamannvirkja og umsjónarmanni fasteigna varðandi hugmyndir að framkvæmdum við sundlaugina. Þar er farið yfir helstu framkvæmdir sem nauðsynlegt er að vinna við sundlaugina. Farið yfir aðgengismál, heita potta, girðingar umhverfis sundlaugarsvæði og lagfæringu á gúmmíhellum o.fl.

Bæjarráð tekur undir það að unnið verði eftir þessari áætlun og leggur til að settir verði nýir pottar í stað eldri og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá endanleg verðtilboð í nýja potta. Framkvæmdirnar taki mið af því að unnt verði að opna sundlaugina tímanlega í vor.