Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni. Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fyrirliggjandi jafnréttisáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.
Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun, sem lögð hefur verið fyrir bæjarráð.Til máls tóku RG, JÓK, HK og EG
Bæjarsjórn Grundarfjarðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóra falið að ganga endanlega frá þeim.
Lögð fram jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. apríl sl., en áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Skólanefnd lýsir ánægju með fyrirliggjandi jafnréttisáætlun og hvetur stjórnendur stofnana sveitarfélagsins til þess að fylgja henni eins og kostur er.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fyrirliggjandi jafnréttisáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.