480. fundur 28. janúar 2016 kl. 16:30 - 18:22 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Berghildur Pálmadóttir (BP) formaður
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

2.Jafnréttisáætlun

Málsnúmer 1601011Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýrri jafnréttisáætlun fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa fyrirliggjandi jafnréttisáætlun til samþykktar í bæjarstjórn.

3.Byggingafulltrúi, uppgjör

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagt fram uppgjör milli Stykkishólmsbæjar og Grundarfjarðarbæjar vegna embættis byggingarfulltrúa, sem kostaður var sameiginlega af sveitarfélögunum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi uppgjör.

4.Sjúkraþjálfun

Málsnúmer 1601015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 26. janúar sl., þar sem óskað er eftir því að Heilbrigðisstofnunin beiti sér fyrir því að þjónusta sjúkraþjálfara verði til staðar í Grundarfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir og óska eftir fundi með fulltrúum Heilbrigðisstofnun Vesturlands sem fyrst.

5.Húsaleigusamningur, Ölkelduvegur 9

Málsnúmer 1511028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigríðar Hjálmarsdóttur, þar sem hún óskar eftir að fá íbúð 101 að Ölkelduvegi 9 til leigu frá 1. febrúar nk.
Jafnframt óskar hún eftir að losna undan leigusamningi vegna Ölkelduvegar 1 frá sama tíma.
Fyrirliggjandi erindi samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falinn frágangur mála.

6.Húsaleigusamningur, Ölkelduvegur 1

Málsnúmer 1509012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, þar sem óskað er eftir að fá leigða íbúðina Ölkelduveg 1.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar frá 15. febrúar nk. í því ástandi sem hún er.

7.Dvalar-og hjúkrunarheimilið Fellaskjól v/viðbyggingar

Málsnúmer 1501049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf formanns stjónar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. janúar sl., varðandi viðbótarumsókn stjórnarinnar í Framkvæmdasjóð aldraðara til samræmis við nýja og hærri kostnaðaráætlun, vegna fyrirhugaðara byggingarframkvæmda við Fellaskjól. Óskar stjórnin eftir því að fá endurnýjaða staðfestingu á þáttöku bæjarins í framkvæmdunum.
Bæjarráð Grundarfjarðar bendir á fyrri samþykkt bæjarstjórnar stendur, þar sem miðað er við 40 % framlag úr Framkvæmdasjóði á móti 60 % framlagi rekstraraðila til slíkra bygginga.
Jafnframt vill bæjarráð benda á möguleika á því að sækja um 45 % ríkisframlag til viðbótar við 40 % framlag frá Framkvæmdasjóði.

8.Kaffihús í Sögumiðstöð

Málsnúmer 1601016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að auglýsingu um rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði eftir rekstraraðilum kaffihúss í Sögumiðstöðinni á grundvelli fyrirliggjandi auglýsingar.

9.Íbúðalánasjóður-Leigusamningur, Ölkelduvegur 3

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 11. janúar sl, þar sem spurst er fyrir um það hvort Grundarfjarðarbær hyggist leigja Ölkelduveg 3 eftir að leigutíma lýkur 31. mars nk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leigja íbúðina áfram.

10.Íbúðarlánasjóður-Húsaleigusamningur Fellabrekka 21

Málsnúmer 1601009Vakta málsnúmer

Lagðir fram leigusamningar, vegna Fellabrekku 21, annars vegar milli Íbúðalánasjóðs og Grundarfjarðarbæjar og hins vegar milli Gunnars Ragnarssonar og Grundarfjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samninga samhljóða.

11.Flokkun sorps

Málsnúmer 1601010Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit á sorpflokkum og sorpmagni í Grundarfirði fyrir árið 2015. Í heild er sorp á gámasvæði og frá heimilum 501 tonn á árinu 2015. Þar af eru 139,5 tonn frá heimilum. Rétt um helmingur þess fer í endurvinnslu og moltugerð og hinn helmingurinn í urðun. Á gámasvæðinu er tekið á móti 361,8 tonnum og fara 56% í endurvinnslu, 20 % á tipp, 22% í urðun og 3% í eyðingu.
Markmiðið er að lágmarka það sem til urðunar fer.

12.Þjóðskrá umsögn sveitafélags vegna Nesvegur 14 og 21

Málsnúmer 1601008Vakta málsnúmer

Lögð fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna endurmatsbeiðni á fasteignunum Nesvegi 21 og 14.
Bæjarráð Grundarfjarðar gerir ekki athugasemdir við að endurmat af þessum toga fari fram, en bendir á að óeðlilega lágt söluvirði fasteigna getur haft áhrif á heildarfasteignamat í sveitarfélaginu, nema sérstaklega sé leiðrétt fyrir það.

13.Innkaupareglur

Málsnúmer 1601012Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum innkaupareglum fyrir Grundarfjarðarbæ. Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi drögum til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

14.Jöfnunarsjóður sveitafélaga, skipulagsbreyting

Málsnúmer 1512017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

15.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, uppgjör á rekstrargrunni

Málsnúmer 1512016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin upp og samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:22.