Málsnúmer 1604001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 487. fundur - 14.07.2016

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar landeigenda Kirkjufells með fulltrúum Grundarfjarðarbæjar, sem haldinn var 21. júní sl.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri miklu aukningu ferðamanna á svæðinu við Kirkjufellsfoss sökum þess að þjóðvegurinn liggur um svæðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um úrlausnir mála.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 489. fundur - 29.09.2016

Lagður fram verksamningur milli Almennu umhverfisþjónustunnar og Grundarfjarðarbæjar um lagfæringu göngustíga og aðgengis við Kirkjufellsfoss.

Samningur samþykktur samhljóða.