487. fundur 14. júlí 2016 kl. 16:30 - 19:32 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
 • Eyþór Garðarsson (EG)
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 486

Málsnúmer 1606003FVakta málsnúmer

 • 1.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins frá 24. júní sl., þar sem tilkynnt er um greiðslur ráðuneytisins til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
 • Bæjarráð - 486 Lagðar fram samantektir Íslandsbanka um fjármál sveitarfélaga fyrir árin 2014 og 2015. Þar kemur fram að fjárhagsstaða Grundarfjarðarbæjar hefur batnað talsvert á milli áranna.
 • Bæjarráð - 486 Eygló Bára Jónsdóttir, umsjónarmaður Samkomuhúss Grundarfjarðar, sat fundinn undir þessum lið.

  Málefni samkomuhússins rædd og hvernig nýta mætti húsið betur. Jafnframt rætt um starfssvið húsvarðar og þjónustu í húsinu.

  Bæjarráð samþykkir að starfsemin verði skoðuð og gerðar verði tillögur til úrbóta þ.a. samkomuhúsið nýtist betur til margvíslegra menningarviðburða og starfsemi á vegum bæjarins. Afrakstur þeirrar vinnu verði síðan kynntur í bæjarráði. Bæjarstjóra og menningar- og markaðsfulltrúa falin framkvæmd málsins.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Almennu Umhverfisþjónustunnar frá 20. júní sl., þar sem sótt er um svæði til byggingar húsaþyrpingar á svæði vestan við núverandi íbúðahúsabyggð, austan við hesthúsahverfi og sunnan Grundargötu.

  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar og nánari umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 21. júní sl., þar sem óskað er umsagnar á endurnýjun rekstrarleyfis á gististað í flokki III sem rekið er sem ferðaþjónusta að Setbergi, Grundarfirði. Um er að ræða óbreyttan rekstur.

  Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðin endurnýjun rekstrarleyfis að Setbergi verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi stjórnar dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls frá 27. júní sl. Í erindinu er tilkynnt að viðbótarumsókn um fjárveitingu frá Framkvæmdasjóði aldraðra til viðbyggingar við heimilið hafi verið samþykkt.

  Jafnframt óskar stjórnin eftir að Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri, taki sæti í þeirri bygginganefnd sem sett verður á laggirnar.

  Bæjarráð fagnar því að umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra hefur verið samþykkt og að bæjarstjóri taki sæti í umræddri bygginganefnd.

  Samþykkt samhljóða.
 • 1.8 1606026 Ferðamálastofa
  Bæjarráð - 486 Lagt fram erindi Ferðamálastofu frá 23. júní sl., varðandi ósk um samstarf vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í samstarfsverkefninu og felur menningar- og markaðsfulltrúa að vera ábyrgðaraðili verkefnisins gagnvart Ferðamálastofu.
 • 1.9 1601015 Sjúkraþjálfun
  Bæjarráð - 486 Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE), dags. 9. júní sl., varðandi framvindu sjúkraþjálfaramála í Grundarfirði. Í bréfinu kemur fram að aðstaða fyrir sjúkraþjálfara er til staðar í heilsugæslunni og unnið er að kaupum á nauðsynlegum tækjabúnaði.

  Bæjarráð fagnar því að hreyfing sé á þessum málum eins og óskað hefur verið eftir. Jafnframt hvetur bæjarráð til þess að HVE auglýsi sem fyrst eftir sjúkraþjálfara til starfa.

  Bæjaryfirvöld munu styðja við framgang mála eins og frekast er kostur.
  Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málum í samvinnu við HVE.
 • Bæjarráð - 486 Gerð grein fyrir framkvæmdum við sundlaugina og nokkrum atriðum sem brýnt er að lagfæra varðandi heita potta og aðgengismál á svæðinu.

  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt umsjónarmanni fasteigna og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna að úrlausn mála.
 • Bæjarráð - 486 Lagður fram listi yfir nauðsynleg viðhaldsverkefni í leikskólanum.
  Gerð grein fyrir áætluðum verkefnum á sumarlokunartíma leikskólans, bæði á lóð og húsi. Jafnframt lagðir fram minnispunktar frá fundi um húsnæðismál leikskólans 27.06.2016.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf til Skipulagsstofnunar dags. 20. júní sl. vegna umsagnar á lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Grundarfjarðar.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 15.06.2016.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 14.06.2016.
 • Bæjarráð - 486 Lagt fram til kynningar bréf dags. 08.06.2016 vegna starfshóps um mat á umhverfisáhrifum.
 • Bæjarráð - 486 Lögð fram til kynningar fundargerð framkvæmdaráðs frá 15.06.2016.
 • Bæjarráð - 486 Lögð fram til kynningar fundargerð frá 18.05.2016.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 169

Málsnúmer 1607001FVakta málsnúmer

 • Marvin Ívarsson, kt.176573-4399 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd ábúenda á jörðinni Bergi þau Jón Bjarna Þorvarðarson kt.291167-5199 og Önnu Dóru Markúsardóttir kt.071265-4719 til að reisa þrjú fullbúin aðflutt sumarhús samkv. uppdráttum frá Marvini Ívarssyni, dags. 19.06.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Gunnar Hjálmarsson, kt.090855-3609 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Fellaskjól Dvalarheimili kt. 570584-0309 til að byggja nýjan inngang og sex þjónustuíbúðir samkv. uppdráttum frá Einari Ingimarssyni arkitekt, dags. 13.06.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Kristinn Ólafur Kristinsson, kt. 020763-4429 sækir um byggingarleyfi til að breyta neðri hæð samkv. uppdrætti frá egg arkitektum ehf kt. 521009-1950, dags. 27.06.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Berghildur Pálmarsdóttir kt. 110186-2829 sækir um byggingarleyfi til að breyta útliti og setja valmaþak á þakplötu samkv. uppdráttum frá Brynjari Daníelssyni kt. 090467-5229 , dags. 20.04.2016. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsog byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Yfirferð lýsingar frá Alta vegna nýs Aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd lýsir ánægju með lýsinguna og gerir því ekki athugasemd við lýsinguna.
 • Fyrispurn barst frá teiknistofuni Eik ehf. um hvort það væri hægt að fjölga sumarhúsum á jörðinni Berserkseyri, sjá nánar í fylgiskjali. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir að lögð verði fram deiliskipulagstillaga. Bókun fundar Bæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Á fundi bjæarráðs Grundarfjarðarbæjar 30. sl., var lagt fram erindi Almennu Umhverfisþjónustunnar frá 20. júní sl., þar sem sótt er um svæði til byggingar húsaþyrpingar á svæði vestan við núverandi íbúðahúsabyggð, austan við hestahúsahverfi og sunnan við Grundargötu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og biður skipulags-og byggingarfulltrúa að halda áfram með málið og afla nánari upplýsinga hjá umsækjanda.
  Ólafur Tryggvason og Vignir Maríusson víku af fundi undir þessum dagskráarlið, Sævör Þorvarðardóttir tók sæti undir þessum dagskrárlið.
  Bókun fundar Bæjarráð tekur undir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

 • Erindi hefur borist til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi umhirðu lóða í iðnaðarhverfum bæjarins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 169 Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við skipulags-og byggingarfulltrúa ásamt Grundarfjarðarbæ að senda bréf til fyrirtækja í Grundarfirði með hvatningu um að bæta umgengni á lóðum fyrirtækja í Grundarfjarðarbæ.
  Jafnframt verði sent erindi í bæjarblaðið Jökul með almennri hvatningu til bæjarbúa og fyrirtækja um bætta umgengni og snyrtimennsku.
  Skipulags-og umhverfisnefnd hefur ákveðið að veita viðurkenningu því fyrirtæki og lóð, garði og húsi sem þykir skara fram úr bæði hvað varðar viðhald húss og umhirðu lóðar.
  Bókun fundar Bæjarráð fagnar áformum skipulags- og umhverfisnefndar varðandi bætta umhirðu á lóðum í iðnaðarhverfum bæjarins og jafnframt áformum um viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga sem skara fram úr að mati nefndarinnar varðandi viðhald húss og umhirðu lóðar.

  Bæjarráð felur skipulags- og umhverfisnefnd umsjón með vali á lóðum sem þykja til fyrirmyndar. Tillögur skulu liggja fyrir þann 21. júlí nk. og viðurkenningar veittar á bæjarhátíðinni.

  Samþykkt samhljóða.

3.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Vegagerðin, styrkvegasjóður

Málsnúmer 1607015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar frá 27. júní sl., þar sem tilkynnt er um úthlutun styrks úr styrkvegasjóði til Grundarfjarðarbæjar. Veittar eru 2 millj. kr. til bæjarins á grundvelli umsóknar.

Skipulags- og byggingafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss falin umsjón þeirra verkefna sem styrkurinn er ætlaður til.

Samþykkt samhljóða.

5.ASÍ, bygging íbúða

Málsnúmer 1603010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi ASÍ frá 30. júní sl., varðandi hugmyndir um byggingu leiguíbúða í kjölfar afgreiðslu Alþingis á frumvarpi um almennar íbúðir, lög. nr. 52/2016. Jafnframt lagt fram bréf bæjarins til ASÍ frá mars sl., þar sem fagnað er áformum ASÍ um að kanna möguleika á byggingu leiguíbúða fyrir tekjulágt fólk á landsbyggðinni.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að þessum málum í samvinnu við ASÍ og Samband ísl. sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

6.Eyrbyggjar hollvinasamtök Grundarfjarðar - Umsókn um styrkveitingu

Málsnúmer 1605040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eyrbyggju, hollvinasamtökum Grundarfjarðar, varðandi styrk.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

7.Sameining sveitarfélaga, viðræður

Málsnúmer 1606001Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Grundarfjarðarbæjar dags. 10. júní sl., til Stykkishólmsbæjar, þar sem tekið er jákvætt í það að hefja viðræður um hugsanlega sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin eru Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Grundarfjarðarbær.

Jafnframt lagt fram bréf frá Snæfellsbæ dags. 23. júní sl. með svari vegna fyrirspurnar Grundarfjarðarbæjar um áhuga Snæfellsbæjar á þátttöku í viðræðunum. Í svarinu er því lýst yfir að ekki sé áhugi hjá Snæfellsbæ að vera aðili að slíkum viðræðum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að kalla eftir upphafsfundi vegna hugmynda um sameininngu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi eins og getið hefur verið hér að framan. Jafnframt að kallað verði eftir úttekt á kostum þess og göllum að sveitarfélögin verði sameinuð.

8.Byggingafulltrúi, starf

Málsnúmer 1606016Vakta málsnúmer

Lagðar fram og kynntar umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa. Alls bárust fjórar umsóknir, en einn aðili dró umsókn sína til baka.

Að athuguðu máli samþykkir bæjarráð að auglýsa starfið aftur og felur bæjarstjóra að skoða nánar hvaða möguleikar eru fyrir hendi í úrlausn skipulags- og byggingamála.

9.Listaverk, afhending

Málsnúmer 1607014Vakta málsnúmer

Þann 28. júní sl. tók Grundarfjarðarbær við höfðinglegri gjöf frá Unnsteini Guðmundssyni, sem er afsteypa af háhyrningnum Thunderstorm. Verkið er unnið af Unnsteini sjálfum og hefur verið komið fyrir í Paimpolgarði, þar sem það sómir sér vel.

Bæjarráð þakkar Unnsteini fyrir myndarlega gjöf.

10.Samningur um refaveiðar 2014-2016

Málsnúmer 1410010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eymar Eyjólfssyni dags. 20. júní sl., varðandi refaveiðar í sveitarfélaginu og fyrirkomulag þeirra. Ennfremur kynnt bréf Umhverfisstofnunar varðandi endurgreiðslu vegna refaveiða til sveitarfélaga. Samkvæmt því getur slík endurgreiðsla að hámarki verið 240 þús. kr. til Grundarfjarðarbæjar gegn sama mótframlagi bæjarins.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og skoða möguleika á úrlausn vegna refaveiða í sveitarfélaginu. Lausnin taki mið af mögulegum endurgreiðslum Umhverfisstofnunar.

11.Framkvæmdir 2016

Málsnúmer 1604018Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu helstu framkvæmda á vegum bæjarins, m.a. nýloknum malbikun þeirra gatna sem malbika átti á árinu. Í því sambandi hafa komið upp vangaveltur um hraðahindranir og umferðamerki í bænum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögu að lagningu hraðahindrana og úrbótum í umferðamerkingum. Slíkar tillögur verði síðan lagðar fram til kynningar og samþykktar í bæjarráði.

Í fjárhagsáætlun ársins er ráðgert að ráðast í viðgerðir á þaki íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18.

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa umsjón með gerð útboðsgagna til að bjóða út þakviðgerðir íbúða fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18.

12.Framkvæmdaráð, samstarfsverkefni

Málsnúmer 1607007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð sem unnin er af Atvinnuráðgjöf Vesturlands að beiðni Framkvæmdaráðs Snæfellsness. Í greinargerðinni er velt upp hugmyndum að því hvernig einfalda megi kerfi nefnda, stofnana og samlaga sem eru til staðar á Snæfellsnesi í dag.

Framkvæmdaráð hefur falið SSV og Atvinnuráðgjöf Vesturlands að vinna áfram að þessum málum.

13.Kirkjufellsfoss, styrkumsókn 2016

Málsnúmer 1604001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar landeigenda Kirkjufells með fulltrúum Grundarfjarðarbæjar, sem haldinn var 21. júní sl.

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri miklu aukningu ferðamanna á svæðinu við Kirkjufellsfoss sökum þess að þjóðvegurinn liggur um svæðið. Bæjarstjóra falið að ræða við Vegagerðina um úrlausnir mála.

Samþykkt samhljóða.

14.Varasjóður húsnæðismála, tilkynning 09.06.2016

Málsnúmer 1606030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:32.