Málsnúmer 1604004

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 198. fundur - 08.09.2016

Lögð fram tillaga að samningi milli Alta ehf. og Grundarfjarðarbæjar um hönnun og skipulag vegna uppbyggingar ferðamannastaðar við Kolgrafafjörð. Til verksins fékkst styrkur frá Framkvæmdastjóði ferðamannastaða að fjárhæð 2,8 millj. kr.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 490. fundur - 13.10.2016

Lagður fram til kynningar samningur milli Grundarfjarðarbæjar og Alta ehf., dags. 04.10.2016, um skipulag áningarstaðar við Kolgrafafjörð.