Málsnúmer 1604026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 166. fundur - 06.04.2016

Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að taka saman lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ og leggur nefndin til við bæjarstjórn að auglýsa þær síðar með afslætti á lóðargjöldum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 167. fundur - 04.05.2016

Skipulags-og umhverfisnefnd fór yfir lausar lóðir í Grundarfirði. Nefndin leggur til að lóðirnar við Hrannarstíg 22-24-26 verði ekki auglýstar til umsóknar. Lóðin við Fellasneið 3 verði felld út og lóðir nr. 5-7 aðlagaðar því til samræmis. Nefndin leggur til að aðrar lausar lóðir verði auglýstar til úthlutunar með afslætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 206. fundur - 13.11.2019

Lögð fram drög að yfirliti yfir lausar íbúðar- og iðnaðarlóðir í Grundarfjarðarbæ.
Farið yfir framlagt yfirlit um lausar íbúðar- og iðnaðarlóðir í Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka við yfirlitsmynd í samræmi við umræður fundarins og birta á vef bæjarins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 208. fundur - 04.12.2019

Byggingarfulltrúi leggur fram teikningu að drögum að nýrri lóð í Fellasneið 3/5 auk breytts fyrirkomulags við aðliggjandi lóð.


Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd, til umræðu síðar.