166. fundur 06. apríl 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Gunnar S. Ragnarsson (GSR) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Fellasneið 22. Umsókn um lóð

Málsnúmer 1512006Vakta málsnúmer

Tvær fyrirspurnir hafa borist frá hönnuðinum að Fellsneið 22. Breyta innkeyrslu á lóð í stað þess hafa hana hægra megin að fá leyfi til færa hana til vintri og einnig að fara með bílskúr 1 meter til vesturs út fyrir byggingarreit. Með fyrispurninni fylgir teikning og mæliblað.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu. En leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti fara fram Grenndarkynningu samkvæmt 44.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Fellasneið 20, 24, 26 og 28.

2.Lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ.

Málsnúmer 1604026Vakta málsnúmer

Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að taka saman lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ og leggur nefndin til við bæjarstjórn að auglýsa þær síðar með afslætti á lóðargjöldum.

3.Fellabrekka 15-17, 19-21 og Grundargata 20.

Málsnúmer 1604025Vakta málsnúmer

Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að athuga hver staða sé á stöðu mála vegna fasteigna við Fellasneið nr. 19-21, Grundargötu 20 og annara eigna í eigu Íbúðalánasjóðs

4.Innri-Látravík

Málsnúmer 1604027Vakta málsnúmer

Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að skoða framkvæmdir í Innri-Látravík.

5.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1604015Vakta málsnúmer

Baldur Orri Rafnsson, kt.110479-4259 sækir um fyrir hönd Bongó slf, kt.531011-1120 um endurnýjun á stöðuleyfi pylsuvagns á lóðinni sem er á gatnamótum Grundargötu/Hrannarstígs. Með umsókninni fylgir skissa sem sýnir staðsetningu.
Einnig er sótt um afslátt af gjaldi fyrir stöðuleyfi þar sem stöðuleyfið nær einungis til þriggja mánaða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að stöðuleyfi verði gefið út samkvæmt gr.2.6.1. í byggingarreglugerð nr.112/2012.
Varðandi afslátt á stöðuleyfi vísar skipulags-og umhverfisnefnd erindinu til bæjarráðs/bæjarstjórnar.

6.Aðalskipulag Grundarfjarðar

Málsnúmer 1510014Vakta málsnúmer

Aðalskipulag
Vinna áfram með þá vinnu á endurskoðun aðalskipulags sem hófst í kjölfar fundarins sem haldin var með Alta 15. mars sl. um endurskoðun aðalskipulagsins.
Farið yfir fyrirspurnir frá Alta.

7.Erindi til kynningar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Skotfélagið Skotgrund leggur inn til kynningar ófullgerðar teikningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu á nýju húsnæði fyrir skotæfingar í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í áform Skotfélagsins og þakkar fyrir greinargóða kynningu á væntanlegri framkvæmd.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að láta vinna deiliskipulag af svæðinu sem skotfélagið hefur til umráða.

Fundi slitið.