Málsnúmer 1706021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 500. fundur - 26.06.2017

Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., ásamt yfirliti yfir þær íbúðir sem sjóðurinn á í Grundarfirði og eru ýmist til sölu eða í leigu. Í bréfinu býður Íbúðalánasjóður sveitarfélaginu til viðræðna um kaup á viðkomandi eignum.

Bæjarstjóra falið að kanna möguleika á hugsanlegum kaupum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 502. fundur - 17.08.2017

Gerð grein fyrir bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl. ásamt yfirliti sem tilgreinir matsvirði eigna sem Íbúðalánasjóður er skráður fyrir í Grundarfirði og eru til sölu. Í bréfinu er spurst fyrir um áhuga bæjarins á kaupum viðkomandi eigna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita tilboða í tilteknar eignir. Jafnframt verði skoðað með sölu á núverandi eignum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 503. fundur - 07.09.2017

Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Íbúðalánasjóðs frá 4. sept. sl., þar sem gerð eru tilboð í fjórar tilteknar eignir í eigu sjóðsins. Eignirnar sem um ræðir eru Hamrahlíð 4, tvær íbúðir að Ölkelduvegi 9 og Grundargata 20.

Tilboðin taka mið af bréfi Íbúðalánasjóðs frá 8. júní sl., þar sem sjóðurinn býður sveitarfélögum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins í viðkomandi sveitarfélögum, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.

Jafnframt lagt fram yfirlit yfir matsvirði Íbúðalánasjóðs á eignunum og yfirlit úr fasteignaskrá.

Ennfremur liggur fyrir fundinum gagntilboð Íbúðalánasjóðs, sem er talsvert hærra en tilboð bæjarins.

Bæjarráð telur matsvirði Íbúðalánasjóðs og gagntilboð of hátt sérstaklega með tilliti til húsa sem talin eru nánast ónýt sbr. Grundargötu 20.

Bæjarráð hafnar gagntilboði Íbúðalánasjóðs, en felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

Bæjarráð - 504. fundur - 03.10.2017

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Íbúðalánasjóðs frá 26. sept. sl. varðandi tilteknar húseignir í Grundarfirði, sem tilboð hafa verið gerð í.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 507. fundur - 21.11.2017

Lögð fram gögn um samskipti Grundarfjarðarbæjar við Íbúðalánasjóð varðandi íbúðamál og hugsanleg kaup bæjarins á þremur íbúðum. Farið yfir tilboð bæjarins og gagntilboð Íbúðalánasjóðs.
Lagt til að fela bæjarstjóra að gera gagntilboð til samræmis við umræður á fundinum með fyrirvara um fjármögnun. Tilboðið taki mið af því að gengið verði frá kaupsamningum á nýju ári, þegar fjárhagsáætlun ársins 2018 hefur tekið gildi.
Samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn - 209. fundur - 14.12.2017

Lögð fram tilboð og gagntilboð í íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að bíða með ákvörðun um íbúðakaup að svo stöddu.